Stór mál standa enn út af Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. desember 2025 14:44 Afgreiða þarf frumvarpið um kílómetragjald fyrir áramót eigi áform ríkisstjórnarinnar að ganga eftir. Vísir/Anton Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. Þétt dagskrá er fram undan á Alþingi í dag og raunar næstu daga. Samkvæmt starfsáætlun ætti síðasti fundardagur fyrir áramót að vera á miðvikudag en líklegt má telja að fundað verði lengur í ljósi þess að nokkur stór mál standa enn út af. Á dagskrá þingsins í dag er meðal annars önnur umræða um bandorminn svokallaða, og atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um kílómetragjald á ökutæki. Þá á enn eftir að afgreiða fjárlög en þau eru ekki á dagskrá þingsins í dag. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun lýsti Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins áhyggjum af skattahækkunum sem dynji á landsmönnum eftir áramót, meðal annars í formi kílómetragjalds og breyttu vörugjaldi nýrra bíla sem eiga að skila ríkissjóði auknum tekjum. Hver einasti íbúi, hver einasta fjölskylda, hvert einasta heimili, mun finna áþreifanlega fyrir því. Það verður nefnilega minna í buddunni. Minna til skiptanna. Hættið þið bara að hækka skatta á almenning í landinu,“ sagði Guðrún. Ekki um skattahækkanir að ræða Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ekki um skattahækkanir að ræða - heldur breytingar á gjöldum. Þá hafi kílómetragjaldið verið lengi í undirbúningi, allt frá tíð síðustu ríkisstjórnar. „Vegna þess að vitað var að það væri ekki hægt að standa undir viðhaldi á vegakerfi landsins nema eitthvað kerfi kæmi í stað olíugjaldakerfisins sem var við það að hrynja. Þetta veit háttvirtur þingmaður vel. En það er mjög vinsælt og mjög gaman að vera í minnihluta og bakka með allar ábyrgar tillögur vegna þess að maður þarf ekki lengur að svara fyrir þær, “ sagði Kristrún. Afgreiða þarf frumvarpið fyrir áramót eigi áform ríkisstjórnarinnar að ganga eftir en lög um kílómetragjald eiga að taka gildi 1. janúar næstkomandi. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Sjá meira
Þétt dagskrá er fram undan á Alþingi í dag og raunar næstu daga. Samkvæmt starfsáætlun ætti síðasti fundardagur fyrir áramót að vera á miðvikudag en líklegt má telja að fundað verði lengur í ljósi þess að nokkur stór mál standa enn út af. Á dagskrá þingsins í dag er meðal annars önnur umræða um bandorminn svokallaða, og atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um kílómetragjald á ökutæki. Þá á enn eftir að afgreiða fjárlög en þau eru ekki á dagskrá þingsins í dag. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun lýsti Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins áhyggjum af skattahækkunum sem dynji á landsmönnum eftir áramót, meðal annars í formi kílómetragjalds og breyttu vörugjaldi nýrra bíla sem eiga að skila ríkissjóði auknum tekjum. Hver einasti íbúi, hver einasta fjölskylda, hvert einasta heimili, mun finna áþreifanlega fyrir því. Það verður nefnilega minna í buddunni. Minna til skiptanna. Hættið þið bara að hækka skatta á almenning í landinu,“ sagði Guðrún. Ekki um skattahækkanir að ræða Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ekki um skattahækkanir að ræða - heldur breytingar á gjöldum. Þá hafi kílómetragjaldið verið lengi í undirbúningi, allt frá tíð síðustu ríkisstjórnar. „Vegna þess að vitað var að það væri ekki hægt að standa undir viðhaldi á vegakerfi landsins nema eitthvað kerfi kæmi í stað olíugjaldakerfisins sem var við það að hrynja. Þetta veit háttvirtur þingmaður vel. En það er mjög vinsælt og mjög gaman að vera í minnihluta og bakka með allar ábyrgar tillögur vegna þess að maður þarf ekki lengur að svara fyrir þær, “ sagði Kristrún. Afgreiða þarf frumvarpið fyrir áramót eigi áform ríkisstjórnarinnar að ganga eftir en lög um kílómetragjald eiga að taka gildi 1. janúar næstkomandi.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Sjá meira