Enski boltinn

Stjarnan fór í dular­gervi: Setti stuðnings­mann United á ó­þekka listann

Aron Guðmundsson skrifar
Stjarnan vakti mikla kátínu meðal barnanna
Stjarnan vakti mikla kátínu meðal barnanna

Erling Haaland, norski framherji enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City, kom mörgum börnum Manchesterborgar skemmtilega á óvart þegar að hann dulbjó sig sem jólasvein og heimótti nokkur heimili.

Haaland sýnir frá ferðum sínum í gervi jólasveinsins á YouTube síðu sinni en óhætt er að segja að uppátækið hafi slegið í gegn hjá börnunum sem trúðu vart sínum eigin augum þegar að Haaland fór úr gervinu.

Haaland er einn heitasti framherji knattspyrnuheimsins um þessar mundir. Hann hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester City sem og norska landsliðið sem er á leiðinni á HM næsta árs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×