Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2025 22:22 Lýsandi mynd fyrir leik kvöldsins. Börsungar þurftu að hafa sig alla við að ná í sigurinn. Hér má sjá Lamine Yamal, gulldreng liðsins. Vísir/Getty Stjörnum prýtt lið Barcelona þurfti að hafa fyrir sigri sínum gegn þriðju deildar liði Guadalajara í spænska bikarnum í fótbolta í kvöld. Milljarði evra munar á markaðsvirði leikmannahópa liðanna en leiknum lauk með 2-0 sigri Barcelona. Þess ber að geta að Hansi Flick, þjálfari Börsunga, stillti ekki upp einhverju varaliði í leik kvöldsins. Heldur var þar að finna stjörnuleikmenn á borð við Lamine Yamal, Marcus Rashford og Frenkie de Jong svo einhverjir séu nefndir. Byrjunarlið Barcelona í leik kvöldsins. Valinn maður í hverju rúmiVísir/Getty Bilið milli liðanna tveggja er mikið en kannski myndu einhverjir segja að fegurð fótboltans hafi skinið skært í kvöld. Markaðsvirði leikmannahóps Guadalajara metið á um 3,4 milljónir evra samkvæmt Transfermarkt, lægra markaðsvirði en síðan virta metur leikmannahóp Íslandsmeistara Víkings Reykjavíkur á (4,2 milljónir evra). Og markaðsvirði leikmannahóps Barcelona, risa í Evrópuboltanum, er rétt norðan við einn milljarð evra. Barcelona vermir toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir en Guadalajara er í fallsæti í þriðju deildinni. Heimamenn nutu góðs stuðnings í kvöld en ekki hefur gengið vel hjá liðinu í þriðju deildinni upp á síðkastiðVísir/Getty Milljarðurinn á milli liðanna í kvöld skein ekki í gegn inn á vellinum í kvöld. Vissulega voru Börsungar nær eingöngu með boltann og sköpuðu mun fleiri færi en þeim gekk erfiðlega að koma boltanum í netið. Komið var fram á síðasta stundarfjórðung leiksins þegar að ísinn var brotinn. Andreas Christensen kom Barcelona yfir á 76.mínútu. Heimamenn brotnuðu þó ekki. Skömmu eftir mark Börsunga komust þeir nálægt því að jafna metin með skoti frá Salifo Caropiche en frábær markvarsla Ter Stegen í marki gestanna sá til þess að Barcelona var enn yfir. Þegar komið var fram í uppbótartíma tryggði enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford, Börsungum sigur með öðru marki liðsins. Lokatölur 2-0 sigur Barcelona og fer liðið áfram í 16-liða úrslit. Spænski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
Þess ber að geta að Hansi Flick, þjálfari Börsunga, stillti ekki upp einhverju varaliði í leik kvöldsins. Heldur var þar að finna stjörnuleikmenn á borð við Lamine Yamal, Marcus Rashford og Frenkie de Jong svo einhverjir séu nefndir. Byrjunarlið Barcelona í leik kvöldsins. Valinn maður í hverju rúmiVísir/Getty Bilið milli liðanna tveggja er mikið en kannski myndu einhverjir segja að fegurð fótboltans hafi skinið skært í kvöld. Markaðsvirði leikmannahóps Guadalajara metið á um 3,4 milljónir evra samkvæmt Transfermarkt, lægra markaðsvirði en síðan virta metur leikmannahóp Íslandsmeistara Víkings Reykjavíkur á (4,2 milljónir evra). Og markaðsvirði leikmannahóps Barcelona, risa í Evrópuboltanum, er rétt norðan við einn milljarð evra. Barcelona vermir toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir en Guadalajara er í fallsæti í þriðju deildinni. Heimamenn nutu góðs stuðnings í kvöld en ekki hefur gengið vel hjá liðinu í þriðju deildinni upp á síðkastiðVísir/Getty Milljarðurinn á milli liðanna í kvöld skein ekki í gegn inn á vellinum í kvöld. Vissulega voru Börsungar nær eingöngu með boltann og sköpuðu mun fleiri færi en þeim gekk erfiðlega að koma boltanum í netið. Komið var fram á síðasta stundarfjórðung leiksins þegar að ísinn var brotinn. Andreas Christensen kom Barcelona yfir á 76.mínútu. Heimamenn brotnuðu þó ekki. Skömmu eftir mark Börsunga komust þeir nálægt því að jafna metin með skoti frá Salifo Caropiche en frábær markvarsla Ter Stegen í marki gestanna sá til þess að Barcelona var enn yfir. Þegar komið var fram í uppbótartíma tryggði enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford, Börsungum sigur með öðru marki liðsins. Lokatölur 2-0 sigur Barcelona og fer liðið áfram í 16-liða úrslit.
Spænski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira