Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. desember 2025 14:18 Rekstrarstjóri Tungusilungs segir Vestfirðinga ekki sitja við sama borð og aðrir íbúar landsins. Landsfjórðungurinn mæti sífellt afgangi þegar komi að löggæslu, raforkuöryggi og uppbyggingu vega. Vísir/Sigurjon Hátt í þrjátíu þúsund fiskar Tungusilungs drápust í landeldi í Tálknafirði fyrir helgi eftir að rafmagni sló þar út. Rekstrarstjóri Tungusilungs segist hafa áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp einn daginn því hann hafi ekki séð neinar framfarir í afhendingaröryggi raforku á svæðinu í áratugi. Vestfirðingar séu annars flokks þegar komi að innviðum. Tjónið fyrir Tungusilung, fjölskyldufyrirtæki í landeldi í Tálknafirði, hleypur á fimmtíu milljónum króna. Ragnar Þór Marinósson, rekstrarstjóri fyrirtækisins, segir að hafi verið á föstudaginn sem síga tók á ógæfuhliðina. „Það verður rafmagnslaust á Tálknafirði í nokkra klukkutíma, það tekur Orkubú Vestfjarða að koma inn varaafli. Og eftir að varaaflið er komið á í nokkra klukkutíma þá ákvað ég að skipta frá mínu varafli yfir á Orkubúið aftur. Þegar ég geri það þá leyfir kerfið mitt það ekki vegna þess að það virðist vera sem spennan á Orkubúskerfinu sé allt of lág þannig að tölvubúnaðurinn minn bilar við það og í raun og veru fer af stað atburðarás sem endar á því að þessir fiskar deyja.“ Á morgun verður tekin nákvæm vigtarprufa en Ragnar áætlar gróflega að hátt í þrjátíu þúsund fiskar hafi drepist. Hann var spurður hvort þetta væri ekki mikið áfall. „Það má segja það en þegar maður býr og starfar á sunnanverðum Vestfjörðum þá er eins og maður sé í stríði alla daga. Þetta er bara enn eitt atvikið í bókina.“ Vestfirðingar sitji alls ekki við sama borð og aðrir. „Þetta er í raun og veru eins og að búa í þriðja flokks ríki þegar kemur að raforkuöryggi og umferðaröryggi og öðru. Þetta er raunveruleiki sem ég var búin að átta mig á að gæti gerst og er með viðbragðsáætlanir og allt það en þetta var bara of mikið.“ Ragnari bauðst við þetta tilefni að koma skilaboðum áleiðis til stjórnvalda. „Það sem ég myndi vilja segja er ekki útvarpshæft en það er galið að við búum í landsfjórðungi þar sem við erum að skapa gríðarleg verðmæti en við virðumst sitja á hakanum með allt. Ég hef ekki séð neinar framfarir síðustu áratugi í afhendingu í öryggi á orku á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Ragnar Þór Marinósson. Vesturbyggð Lögreglumál Fiskeldi Landeldi Tengdar fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Tjónið fyrir Tungusilung, fjölskyldufyrirtæki í landeldi í Tálknafirði, hleypur á fimmtíu milljónum króna. Ragnar Þór Marinósson, rekstrarstjóri fyrirtækisins, segir að hafi verið á föstudaginn sem síga tók á ógæfuhliðina. „Það verður rafmagnslaust á Tálknafirði í nokkra klukkutíma, það tekur Orkubú Vestfjarða að koma inn varaafli. Og eftir að varaaflið er komið á í nokkra klukkutíma þá ákvað ég að skipta frá mínu varafli yfir á Orkubúið aftur. Þegar ég geri það þá leyfir kerfið mitt það ekki vegna þess að það virðist vera sem spennan á Orkubúskerfinu sé allt of lág þannig að tölvubúnaðurinn minn bilar við það og í raun og veru fer af stað atburðarás sem endar á því að þessir fiskar deyja.“ Á morgun verður tekin nákvæm vigtarprufa en Ragnar áætlar gróflega að hátt í þrjátíu þúsund fiskar hafi drepist. Hann var spurður hvort þetta væri ekki mikið áfall. „Það má segja það en þegar maður býr og starfar á sunnanverðum Vestfjörðum þá er eins og maður sé í stríði alla daga. Þetta er bara enn eitt atvikið í bókina.“ Vestfirðingar sitji alls ekki við sama borð og aðrir. „Þetta er í raun og veru eins og að búa í þriðja flokks ríki þegar kemur að raforkuöryggi og umferðaröryggi og öðru. Þetta er raunveruleiki sem ég var búin að átta mig á að gæti gerst og er með viðbragðsáætlanir og allt það en þetta var bara of mikið.“ Ragnari bauðst við þetta tilefni að koma skilaboðum áleiðis til stjórnvalda. „Það sem ég myndi vilja segja er ekki útvarpshæft en það er galið að við búum í landsfjórðungi þar sem við erum að skapa gríðarleg verðmæti en við virðumst sitja á hakanum með allt. Ég hef ekki séð neinar framfarir síðustu áratugi í afhendingu í öryggi á orku á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Ragnar Þór Marinósson.
Vesturbyggð Lögreglumál Fiskeldi Landeldi Tengdar fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21