Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Aron Guðmundsson skrifar 18. desember 2025 07:33 Viktor Bjarni Daðason hefur verið að gera frábæra hluti með FC Kaupmannahöfn og hefur sömuleiðis vakið mikla athygli í Meistaradeild Evrópu með liðinu. Vísir/Anton Brink Hinn sautján ára gamli Viktor Bjarki Daðason hefur skotist fram á sjónarsviðið á stærsta sviði fótboltans á árinu sem nú er að renna sitt skeið. Viktor Bjarki er með markmiðin á hreinu, stefnir langt og lætur ekki áhuga annarra liða trufla sig. Fyrir sléttum 598 dögum síðan varð Viktor Bjarki, þá fimmtán ára gamall, yngsti markaskorarinn í sögu Fram í efstu deild er hann skoraði gegn Val í Bestu deildinni. Síðan þá hefur hann tekið skrefið til danska stórveldisins FC Kaupmannahafnar, unnið sig upp í aðalliðið og gert sig þar gildandi, spilað í stærstu deild heims, Meistaradeild Evrópu og þar hirti hann met af gulldrengnum Lamine Yamal hjá Barcelona sem yngsti leikmaðurinn til að skora fleiri en eitt mark í deildinni aðeins sautján ára gamall. „Þetta var planið þegar að ég fór út á sínum tíma,“ segir Viktor Bjarki í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég ætlaði að gera mig gildandi með FC Kaupmannahöfn en það gerðist hraðar en ég hafði gert mér ráð fyrir.“ Elskar pressuna Í gær var greint frá því að Viktor hefði að fullu verið tekinn inn í leikmannahóp aðalliðs FC Kaupmannahafnar, verðskuldað hjá drengnum unga. Það fylgir því pressa að spila fyrir lið á borð við FC Kaupmannahöfn þar sem að kröfurnar eru miklar. „En ég elska pressuna. Maður vill frekar spila með pressu á sér heldur en enga pressu yfir höfuð. Mér finnst það frábær tilfinning sem því fylgir að spila á heimavelli fyrir framan þrjátíu þúsund manns og reyna vinna alla titla sem í boði eru.“ Viktor Bjarki í baráttunni gegn Villarreal í Meistaradeildinni á dögunumVísir/Getty Viktor hefur komið að níu mörkum í fjórtán leikjum með aðalliði FC Kaupmannahafnar, þar af skorað sex. „Ég er að fá traustið svona ungur en samt var þetta planið hjá mér um leið og ég fékk tækifæri með aðalliðinu. Að sýna hvað ég get gert, grípa öll tækifæri sem gefast og ég er búinn að gera það síðustu mánuði. Nýtur góðs af því að hafa pabba hjá sér Hann hefur aðlagast lífinu í Kaupmannahöfn vel, er farinn að skilja dönskuna og er byrjaður að tjá sig með henni. Þá nýtur hann þess að hafa föður sinn hjá sér í Danmörku. „Það er auðvitað geggjað að hafa einhvern hjá sér, kannski sér í lagi ef það gengur ekkert allt of vel hjá manni í leikjum eða eitthvað stress gerir vart um sig. Þá er alltaf fínt að koma heim og geta talað við einhvern um það. Það gerir ferlið auðveldara. Það er mjög gott að geta stólað á það.“ Skilur hlið þjálfarans Í dönskum miðlum hefur maður séð kallað eftir því að Viktor Bjarki fái fleiri tækifæri í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar, einhverjir byrjunarliðsleikir eru komnir á ferilskránna en Íslendingurinn hefur oftar en ekki komið inn af krafti sem varamaður í liðinu. Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar segist hafa lært af biturri reynslu með landsliðsfyrirliðann Orra Stein Óskarsson á sínum tíma og sé því að einhverju leiti að vernda Viktor Bjarka í þetta skipti. „Sem fótboltamaður viltu byrja alla leiki. Sama hversu gamall þú ert þá viltu sýna öllum stuðningsmönnunum og leikmönnum að þú getir þetta í hverri viku. En auðvitað skil ég hans hlið. Ég er ungur leikmaður að koma upp í fyrsta skipti, að spila á hæsta gæðastiginu. Auðvitað skil ég einhvern part af því að vilja vernda unga leikmenn fyrir umtalinu en fyrir mig fótboltamann er ég bara í þessu til að spila fótbolta og er alltaf tilbúinn að byrja að koma inn á í öllum leikjum.“ Sjálfur er Viktor ekki mikið að lesa það sem um hann er skrifað í fjölmiðlum þó hann sé þakklátur fyrir það hrós sem hann hefur fengið til þessa. „Ég kíki á miðlana og sé mig en er svolítið hættur að lesa fréttirnar. Auðvitað kemur upp góð og slæm fjölmiðlaumfjöllun. Ég sé þetta og það er gaman að fylgjast með þessu en ég les þetta oftast ekki.“ Viktor Bjarki Daðason á ferðinni gegn Kairat í Meistaradeildinni. Það var í þeim leik sem hann sló met Lamine YamalEPA/Ida Marie Odgaard Hefur umtalið einhver áhrif á þig? „Það hjálpar alveg að fá hrós frá einhverjum fjölmiðlum þannig séð upp á sjálfstraustið að gera en það hjálpar mér ekkert beint inn á vellinum. Það er flott að heyra þetta en ég reyni að pæla ekki mikið í þessu.“ Framundan stórleikir við Napólí og Barcelona Gengi FC Kaupmannahafnar í dönsku deildinni hefur verið fyrir neðan væntingar og er liðið nú í 5.sæti töluvert frá toppliðinu. Staða liðsins í Meistaradeild Evrópu er hins vegar áhugaverð og á liðið möguleika á að tryggja sér umspilssæti fyrir 16-liða úrslitin. Hvernig meturðu möguleika ykkar í Meistaradeildinni? „Við eigum örugglega stærstu leikina eftir núna eftir áramót á móti Napólí og Barcelona. En ég meina, ég tel bara góðar líkur á því að við getum strítt þessum liðum, sér í lagi á heimavelli gegn Napólí. Það getur allt gerst á Parken. Ef við spilum okkar leik þá getur allt gerst í Meistaradeildinni.“ Strákurinn sem steig sín fyrstu skref í Bestu deildinni í fyrra að tala um komandi andstæðinga í liði Napóli og Barcelona, stórlið á evrópskum mælikvarða. „Það er rosalegt að tala um lið eins og Napólí og Barcelona og vera að fara spila á móti þeim í Meistaradeildinni. Þetta var auðvitað planið að spila á móti svona sterkum andstæðingum en að fara gera það er bara á allt öðru stigi. Finnur fyrir áhuga en er einbeittur á Köben Góðri frammistöðu svona ungs leikmanns fylgir meira umtal og Viktor Bjarki hefur fengið að heyra af áhuga annara liða. „Já það hefur komið áhugi annars staðar frá. Ég hef heyrt af slíkum áhuga en hugsa ekkert út í það núna. FC Kaupmannahöfn er bara mitt lið, ég vil spila meira þar. Það er það eina sem ég hugsa um.“ Er þetta áhugi frá liðum í þessum topp fimm deildum Evrópu? „Ég bara veit það ekki. Ég hef heyrt af áhuga annara liða en veit ekki hvaða lið um ræðir. Þegar að maður er ungur og það gengur vel þá eru einhver lið sem horfa á þig en ég veit ekki hvaða lið.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Fyrir sléttum 598 dögum síðan varð Viktor Bjarki, þá fimmtán ára gamall, yngsti markaskorarinn í sögu Fram í efstu deild er hann skoraði gegn Val í Bestu deildinni. Síðan þá hefur hann tekið skrefið til danska stórveldisins FC Kaupmannahafnar, unnið sig upp í aðalliðið og gert sig þar gildandi, spilað í stærstu deild heims, Meistaradeild Evrópu og þar hirti hann met af gulldrengnum Lamine Yamal hjá Barcelona sem yngsti leikmaðurinn til að skora fleiri en eitt mark í deildinni aðeins sautján ára gamall. „Þetta var planið þegar að ég fór út á sínum tíma,“ segir Viktor Bjarki í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég ætlaði að gera mig gildandi með FC Kaupmannahöfn en það gerðist hraðar en ég hafði gert mér ráð fyrir.“ Elskar pressuna Í gær var greint frá því að Viktor hefði að fullu verið tekinn inn í leikmannahóp aðalliðs FC Kaupmannahafnar, verðskuldað hjá drengnum unga. Það fylgir því pressa að spila fyrir lið á borð við FC Kaupmannahöfn þar sem að kröfurnar eru miklar. „En ég elska pressuna. Maður vill frekar spila með pressu á sér heldur en enga pressu yfir höfuð. Mér finnst það frábær tilfinning sem því fylgir að spila á heimavelli fyrir framan þrjátíu þúsund manns og reyna vinna alla titla sem í boði eru.“ Viktor Bjarki í baráttunni gegn Villarreal í Meistaradeildinni á dögunumVísir/Getty Viktor hefur komið að níu mörkum í fjórtán leikjum með aðalliði FC Kaupmannahafnar, þar af skorað sex. „Ég er að fá traustið svona ungur en samt var þetta planið hjá mér um leið og ég fékk tækifæri með aðalliðinu. Að sýna hvað ég get gert, grípa öll tækifæri sem gefast og ég er búinn að gera það síðustu mánuði. Nýtur góðs af því að hafa pabba hjá sér Hann hefur aðlagast lífinu í Kaupmannahöfn vel, er farinn að skilja dönskuna og er byrjaður að tjá sig með henni. Þá nýtur hann þess að hafa föður sinn hjá sér í Danmörku. „Það er auðvitað geggjað að hafa einhvern hjá sér, kannski sér í lagi ef það gengur ekkert allt of vel hjá manni í leikjum eða eitthvað stress gerir vart um sig. Þá er alltaf fínt að koma heim og geta talað við einhvern um það. Það gerir ferlið auðveldara. Það er mjög gott að geta stólað á það.“ Skilur hlið þjálfarans Í dönskum miðlum hefur maður séð kallað eftir því að Viktor Bjarki fái fleiri tækifæri í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar, einhverjir byrjunarliðsleikir eru komnir á ferilskránna en Íslendingurinn hefur oftar en ekki komið inn af krafti sem varamaður í liðinu. Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar segist hafa lært af biturri reynslu með landsliðsfyrirliðann Orra Stein Óskarsson á sínum tíma og sé því að einhverju leiti að vernda Viktor Bjarka í þetta skipti. „Sem fótboltamaður viltu byrja alla leiki. Sama hversu gamall þú ert þá viltu sýna öllum stuðningsmönnunum og leikmönnum að þú getir þetta í hverri viku. En auðvitað skil ég hans hlið. Ég er ungur leikmaður að koma upp í fyrsta skipti, að spila á hæsta gæðastiginu. Auðvitað skil ég einhvern part af því að vilja vernda unga leikmenn fyrir umtalinu en fyrir mig fótboltamann er ég bara í þessu til að spila fótbolta og er alltaf tilbúinn að byrja að koma inn á í öllum leikjum.“ Sjálfur er Viktor ekki mikið að lesa það sem um hann er skrifað í fjölmiðlum þó hann sé þakklátur fyrir það hrós sem hann hefur fengið til þessa. „Ég kíki á miðlana og sé mig en er svolítið hættur að lesa fréttirnar. Auðvitað kemur upp góð og slæm fjölmiðlaumfjöllun. Ég sé þetta og það er gaman að fylgjast með þessu en ég les þetta oftast ekki.“ Viktor Bjarki Daðason á ferðinni gegn Kairat í Meistaradeildinni. Það var í þeim leik sem hann sló met Lamine YamalEPA/Ida Marie Odgaard Hefur umtalið einhver áhrif á þig? „Það hjálpar alveg að fá hrós frá einhverjum fjölmiðlum þannig séð upp á sjálfstraustið að gera en það hjálpar mér ekkert beint inn á vellinum. Það er flott að heyra þetta en ég reyni að pæla ekki mikið í þessu.“ Framundan stórleikir við Napólí og Barcelona Gengi FC Kaupmannahafnar í dönsku deildinni hefur verið fyrir neðan væntingar og er liðið nú í 5.sæti töluvert frá toppliðinu. Staða liðsins í Meistaradeild Evrópu er hins vegar áhugaverð og á liðið möguleika á að tryggja sér umspilssæti fyrir 16-liða úrslitin. Hvernig meturðu möguleika ykkar í Meistaradeildinni? „Við eigum örugglega stærstu leikina eftir núna eftir áramót á móti Napólí og Barcelona. En ég meina, ég tel bara góðar líkur á því að við getum strítt þessum liðum, sér í lagi á heimavelli gegn Napólí. Það getur allt gerst á Parken. Ef við spilum okkar leik þá getur allt gerst í Meistaradeildinni.“ Strákurinn sem steig sín fyrstu skref í Bestu deildinni í fyrra að tala um komandi andstæðinga í liði Napóli og Barcelona, stórlið á evrópskum mælikvarða. „Það er rosalegt að tala um lið eins og Napólí og Barcelona og vera að fara spila á móti þeim í Meistaradeildinni. Þetta var auðvitað planið að spila á móti svona sterkum andstæðingum en að fara gera það er bara á allt öðru stigi. Finnur fyrir áhuga en er einbeittur á Köben Góðri frammistöðu svona ungs leikmanns fylgir meira umtal og Viktor Bjarki hefur fengið að heyra af áhuga annara liða. „Já það hefur komið áhugi annars staðar frá. Ég hef heyrt af slíkum áhuga en hugsa ekkert út í það núna. FC Kaupmannahöfn er bara mitt lið, ég vil spila meira þar. Það er það eina sem ég hugsa um.“ Er þetta áhugi frá liðum í þessum topp fimm deildum Evrópu? „Ég bara veit það ekki. Ég hef heyrt af áhuga annara liða en veit ekki hvaða lið um ræðir. Þegar að maður er ungur og það gengur vel þá eru einhver lið sem horfa á þig en ég veit ekki hvaða lið.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira