Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2025 09:45 Tómas Bent Magnússon gefur ekkert eftir inni á vellinum og hér er hann í leik með Hearts og með bómull í nefinu. Getty/ Malcolm Mackenzie Þetta er stór dagur fyrir Tómas Bent Magnússon og félaga hans í Hearts. Ekki nóg með að þeir séu í harðri titilbaráttu þá eru þeir að fara að mæta grönnum sínum í Edinborg. Grannaslagur í Edinborg er ávallt stór viðburður í skoskum fótbolta en leikurinn í dag milli Hibs og Hearts á Easter Road er þýðingarmeiri en flestir þar sem gestirnir í Hearts eru á flugi á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Mættust fyrst árið 1875 Liðin mættust fyrst á jóladag árið 1875 þegar 1-0 sigur Hearts á The Meadows kveikti neista að ríg sem hefur staðist tímans tönn. Nú, 150 árum síðar, er Hearts sex stigum á undan Celtic í öðru sæti, eftir að hafa spilað einum leik meira en ríkjandi meistararnir, og lið Derek McInnes er með sextán stiga forskot á Hibs sem er í fimmta sæti. 🗣️ 𝙋𝙍𝙀𝙎𝙎 𝘾𝙊𝙉𝙁𝙀𝙍𝙀𝙉𝘾𝙀: 𝘿𝙀𝙍𝙀𝙆 𝙈𝘾𝙄𝙉𝙉𝙀𝙎The gaffer looks ahead to the Edinburgh derby 🇱🇻Get closer to Hearts with @FanHub 🙌📺➡️ https://t.co/dnEe2Hx6Fv📖➡️ https://t.co/TKtebi5NUB pic.twitter.com/9Ar2m9izFC— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 23, 2025 Annar sigur í grannaslag á tímabilinu fyrir Tómas Bent og félaga myndi gefa þeim byr undir báða vængi inn í árið 2026, en þeir hafa þegar sigrað bæði Celtic og Rangers í þessum mánuði. Sigur á nágrönnunum myndi nánast gera þetta að fullkomnum mánuði. Þegar liðin mættust á Tynecastle, heimavelli Hearts, í byrjun október tryggði mark Craig Halkett á síðustu stundu stigin fyrir Hearts og olli gríðarlegum fagnaðarlátum innan vallar sem utan. Býst við spennuþrungnum leik Derek McInnes, stjóri Hearts, býst við svipuðum spennuþrungnum leik og að hann muni ráðast á smáatriðum. „Fyrir Hearts og Hibs er þetta alltaf aðalatriðið,“ sagði McInnes. „Þetta er alltaf stór viðburður.“ „Í samhengi við okkar tímabil viljum við bara vinna þrjú stig og halda öllu gangandi. Hibs er gott lið og það er alltaf erfiður leikur að fara á Easter Road. Ég býst við að hann verði svipaður og leikurinn á Tynecastle – það var í raun engu sem munaði og við skoruðum í blálokin á leiknum, sem olli gríðarlegri gleði,“ sagði McInnes. Fastamaður í síðustu leikjum Tómas Bent kom inn á sem varamaður undir lokin á fyrri leiknum en hefur síðan unnið sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur byrjað alla þrjá síðustu leiki sem allir hafa unnist. Hann hefur einnig verið í byrjunarliðinu í sex af síðustu sjö leikjum og það er því afar líklegt að okkar maður fái að byrja sinn fyrsta Edinborgar-derbyslag í dag. It's nearly time ⏳We'll see you tomorrow 🇱🇻 pic.twitter.com/xF3rODUiwH— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 26, 2025 Skoski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira
Grannaslagur í Edinborg er ávallt stór viðburður í skoskum fótbolta en leikurinn í dag milli Hibs og Hearts á Easter Road er þýðingarmeiri en flestir þar sem gestirnir í Hearts eru á flugi á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Mættust fyrst árið 1875 Liðin mættust fyrst á jóladag árið 1875 þegar 1-0 sigur Hearts á The Meadows kveikti neista að ríg sem hefur staðist tímans tönn. Nú, 150 árum síðar, er Hearts sex stigum á undan Celtic í öðru sæti, eftir að hafa spilað einum leik meira en ríkjandi meistararnir, og lið Derek McInnes er með sextán stiga forskot á Hibs sem er í fimmta sæti. 🗣️ 𝙋𝙍𝙀𝙎𝙎 𝘾𝙊𝙉𝙁𝙀𝙍𝙀𝙉𝘾𝙀: 𝘿𝙀𝙍𝙀𝙆 𝙈𝘾𝙄𝙉𝙉𝙀𝙎The gaffer looks ahead to the Edinburgh derby 🇱🇻Get closer to Hearts with @FanHub 🙌📺➡️ https://t.co/dnEe2Hx6Fv📖➡️ https://t.co/TKtebi5NUB pic.twitter.com/9Ar2m9izFC— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 23, 2025 Annar sigur í grannaslag á tímabilinu fyrir Tómas Bent og félaga myndi gefa þeim byr undir báða vængi inn í árið 2026, en þeir hafa þegar sigrað bæði Celtic og Rangers í þessum mánuði. Sigur á nágrönnunum myndi nánast gera þetta að fullkomnum mánuði. Þegar liðin mættust á Tynecastle, heimavelli Hearts, í byrjun október tryggði mark Craig Halkett á síðustu stundu stigin fyrir Hearts og olli gríðarlegum fagnaðarlátum innan vallar sem utan. Býst við spennuþrungnum leik Derek McInnes, stjóri Hearts, býst við svipuðum spennuþrungnum leik og að hann muni ráðast á smáatriðum. „Fyrir Hearts og Hibs er þetta alltaf aðalatriðið,“ sagði McInnes. „Þetta er alltaf stór viðburður.“ „Í samhengi við okkar tímabil viljum við bara vinna þrjú stig og halda öllu gangandi. Hibs er gott lið og það er alltaf erfiður leikur að fara á Easter Road. Ég býst við að hann verði svipaður og leikurinn á Tynecastle – það var í raun engu sem munaði og við skoruðum í blálokin á leiknum, sem olli gríðarlegri gleði,“ sagði McInnes. Fastamaður í síðustu leikjum Tómas Bent kom inn á sem varamaður undir lokin á fyrri leiknum en hefur síðan unnið sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur byrjað alla þrjá síðustu leiki sem allir hafa unnist. Hann hefur einnig verið í byrjunarliðinu í sex af síðustu sjö leikjum og það er því afar líklegt að okkar maður fái að byrja sinn fyrsta Edinborgar-derbyslag í dag. It's nearly time ⏳We'll see you tomorrow 🇱🇻 pic.twitter.com/xF3rODUiwH— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 26, 2025
Skoski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira