Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2025 14:16 Fulltrúar ráðuneytanna og Geðhjálpar við undirskriftina í dag. Brynja Eldon Svokölluðu Skjólshúsi er ætlað að vera úrræði fyrir fólk í tilfinningalegri krísu vegna andlegra áskorana. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára og vonandi lengur að sögn ráðherra. Fimm komast að á hverjum tíma og geta dvalið þar í tvær vikur. Formaður Geðhjálpar er í skýjunum og segir draum að rætast. Í dag skrifuðu félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra undir samstarfssamning við landssamtökin Geðhjálp um stofnun skjólshúss fyrir fólk í tilfinningalegri krísu vegna andlegra áskorana. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára þar sem ráðuneytin tvö leggja til samtals 122 m.kr. á móti 150-180 m.kr. framlagi Geðhjálpar. Stefnt er að því að opna skjólshúsið á fyrri hluta komandi árs. „Þetta er fyrst og síðast hugsað fyrir fólk sem glímir við kvíða og vanlíðan og kannski ekki alveg komið á þann stað að leita sér lækninga hreinlega inni á geðdeildum. Þetta er jafningjagrunnsúrræði þannig að þú átt þarna skjól, átt þarna skjólshús, getur verið í tvær vikur á þínum forsendum að finna þig og athuga hvort að það sé nóg fyrir þig til að fá sjálfsstyrkingu með þínum jafningjum inni í Skjólshúsi eða hvort þú þurfir að leita frekari aðstoðar. Þetta er risaskref í áttina að því að aðstoða fólkið okkar þegar það á við geðrænan vanda að stríða,“ segir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Verið sé að fjölga valmöguleikum fyrir fólk sem glími við vanlíðan. „Þetta er tilraunaverkefni til þriggja ára. Þá kemur í ljós hvort væntingar okkar til þess séu góðar, sem við trúum að sé því ákallið hefur verið mikið eftir slíku úrræði. Að sjálfsögðu verður áframhald ef allt gengur samkvæmt okkar björtustu vonum - þá munum við aldrei hætta við það, nei, heldur byggja upp enn frekar.“ Fimm komast að á hverjum tíma Í Skjólshúsi verður boðið upp á skammtímadvöl í allt að tvær vikur, einstaklingum að kostnaðarlausu. Í húsinu geta allt að fimm einstaklingar dvalið á hverjum tíma. Öll starfsemi Skjólshússins fer fram á jafningjagrundvelli þar sem allt starfsfólk og stjórn hússins er í höndum einstaklinga með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. „Víða erlendis hefur gefið góða raun að bjóða upp á öruggt athvarf þangað sem fólk getur leitað þegar það treystir sér ekki til þess að vera heima vegna andlegrar krísu. Skjólshús er annar valmöguleiki í geðþjónustu á Íslandi þangað sem fólk getur leitað áður en það telur sig þurfa innlögn á geðdeild eða í staðinn fyrir slíka innlögn. Úrræðið er mikilvægur liður í að efla framboð og bjóða upp á fleiri valmöguleika til að grípa fólk í vanlíðan,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Grunngildi skjólshúsa séu sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins til að ráða eigin lífi, samvinna jafningja og trú á því að vöxtur og bati séu möguleg fyrir alla. Starfsfólk skjólshúss vinnur eftir áfallamiðaðri nálgun, mannúð og mannréttindum. Einstaklingar leita í skjólshúsið á eigin forsendum, þeim er aldrei vísað þangað eða þvingaðir til þátttöku. Fólk sækir sjálft aðstoðina Þá er mikil áhersla lögð á að koma í veg fyrir valdbeitingu. Engir fagaðilar vinni í skjólshúsinu nema þau hafi persónulega reynslu af andlegum áskorunum og séu tilbúin til að nýta hana markvisst í starfinu. Starfsfólk taki ekki ábyrgð á lyfjagjöf og engin eiginleg meðferð fari fram í skjólshúsinu. Starfsfólk Skjólshúss hafi lokið þjálfun í jafningjastuðningi og mæti einstaklingunum með mennskuna í fyrirrúmi. „Gríðarleg þörf er á slíku úrræði þar sem sífellt fleira fólk tekst á við andlegar áskoranir. Hingað til hefur einungis einn valkostur staðið þessum hópi til boða, þegar horft er til sólarhringsdvalar. Skjólshús byggir á annarri hugmyndafræði sem miðlar jafningjareynslu og bata. Ávinningurinn af því að vinna með ofangreindum hætti er sá að fólk fær aðstoðina þegar það leitar sér hjálpar, og á sínum forsendum,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins sé í fyrirrúmi og líklegt að viðkomandi nái fyrr jafnvægi, gefandi tengslum og virkri samfélagsþátttöku. „Að sama skapi verður hér til fjöldi nýrra starfa, bæði hlutastörf og full störf. Störfin bjóða fólki með persónulega reynslu af andlegum áskorunum upp á tækifæri til að nýta þekkingu sína til góðs, fara aftur út á vinnumarkað og skapa aukin félagsleg verðmæti, auk fjárhagslegs ávinnings.“ Gleðidagur Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar, segir um sannkallaðan gleðidag að ræða. „Við hjá Geðhjálp erum í skýjunum með að þessi draumur okkar margra sé loksins að verða að veruleika. Við erum afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa lagt verkefninu lið með jafn myndarlegum hætti og raun ber vitni.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra segir að með opnun Skjólshúss styrkist heildstæð geðþjónusta og þá með þeim hætti að fólk geti fyrr og á eigin forsendum leitað sér aðstoðar. „Aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar. Með stofnun Skjólshúss verður stigið mikilvægt skref í að fjölga valkostum fyrir fólk í andlegri krísu en sambærilegt úrræði hefur ekki verið starfrækt hér á landi áður en Skjólshús er lágþröskuldaúrræði og byggir hugmyndafræði þess á sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga og jafningjastuðningi.“ Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira
Í dag skrifuðu félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra undir samstarfssamning við landssamtökin Geðhjálp um stofnun skjólshúss fyrir fólk í tilfinningalegri krísu vegna andlegra áskorana. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára þar sem ráðuneytin tvö leggja til samtals 122 m.kr. á móti 150-180 m.kr. framlagi Geðhjálpar. Stefnt er að því að opna skjólshúsið á fyrri hluta komandi árs. „Þetta er fyrst og síðast hugsað fyrir fólk sem glímir við kvíða og vanlíðan og kannski ekki alveg komið á þann stað að leita sér lækninga hreinlega inni á geðdeildum. Þetta er jafningjagrunnsúrræði þannig að þú átt þarna skjól, átt þarna skjólshús, getur verið í tvær vikur á þínum forsendum að finna þig og athuga hvort að það sé nóg fyrir þig til að fá sjálfsstyrkingu með þínum jafningjum inni í Skjólshúsi eða hvort þú þurfir að leita frekari aðstoðar. Þetta er risaskref í áttina að því að aðstoða fólkið okkar þegar það á við geðrænan vanda að stríða,“ segir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Verið sé að fjölga valmöguleikum fyrir fólk sem glími við vanlíðan. „Þetta er tilraunaverkefni til þriggja ára. Þá kemur í ljós hvort væntingar okkar til þess séu góðar, sem við trúum að sé því ákallið hefur verið mikið eftir slíku úrræði. Að sjálfsögðu verður áframhald ef allt gengur samkvæmt okkar björtustu vonum - þá munum við aldrei hætta við það, nei, heldur byggja upp enn frekar.“ Fimm komast að á hverjum tíma Í Skjólshúsi verður boðið upp á skammtímadvöl í allt að tvær vikur, einstaklingum að kostnaðarlausu. Í húsinu geta allt að fimm einstaklingar dvalið á hverjum tíma. Öll starfsemi Skjólshússins fer fram á jafningjagrundvelli þar sem allt starfsfólk og stjórn hússins er í höndum einstaklinga með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. „Víða erlendis hefur gefið góða raun að bjóða upp á öruggt athvarf þangað sem fólk getur leitað þegar það treystir sér ekki til þess að vera heima vegna andlegrar krísu. Skjólshús er annar valmöguleiki í geðþjónustu á Íslandi þangað sem fólk getur leitað áður en það telur sig þurfa innlögn á geðdeild eða í staðinn fyrir slíka innlögn. Úrræðið er mikilvægur liður í að efla framboð og bjóða upp á fleiri valmöguleika til að grípa fólk í vanlíðan,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Grunngildi skjólshúsa séu sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins til að ráða eigin lífi, samvinna jafningja og trú á því að vöxtur og bati séu möguleg fyrir alla. Starfsfólk skjólshúss vinnur eftir áfallamiðaðri nálgun, mannúð og mannréttindum. Einstaklingar leita í skjólshúsið á eigin forsendum, þeim er aldrei vísað þangað eða þvingaðir til þátttöku. Fólk sækir sjálft aðstoðina Þá er mikil áhersla lögð á að koma í veg fyrir valdbeitingu. Engir fagaðilar vinni í skjólshúsinu nema þau hafi persónulega reynslu af andlegum áskorunum og séu tilbúin til að nýta hana markvisst í starfinu. Starfsfólk taki ekki ábyrgð á lyfjagjöf og engin eiginleg meðferð fari fram í skjólshúsinu. Starfsfólk Skjólshúss hafi lokið þjálfun í jafningjastuðningi og mæti einstaklingunum með mennskuna í fyrirrúmi. „Gríðarleg þörf er á slíku úrræði þar sem sífellt fleira fólk tekst á við andlegar áskoranir. Hingað til hefur einungis einn valkostur staðið þessum hópi til boða, þegar horft er til sólarhringsdvalar. Skjólshús byggir á annarri hugmyndafræði sem miðlar jafningjareynslu og bata. Ávinningurinn af því að vinna með ofangreindum hætti er sá að fólk fær aðstoðina þegar það leitar sér hjálpar, og á sínum forsendum,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins sé í fyrirrúmi og líklegt að viðkomandi nái fyrr jafnvægi, gefandi tengslum og virkri samfélagsþátttöku. „Að sama skapi verður hér til fjöldi nýrra starfa, bæði hlutastörf og full störf. Störfin bjóða fólki með persónulega reynslu af andlegum áskorunum upp á tækifæri til að nýta þekkingu sína til góðs, fara aftur út á vinnumarkað og skapa aukin félagsleg verðmæti, auk fjárhagslegs ávinnings.“ Gleðidagur Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar, segir um sannkallaðan gleðidag að ræða. „Við hjá Geðhjálp erum í skýjunum með að þessi draumur okkar margra sé loksins að verða að veruleika. Við erum afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa lagt verkefninu lið með jafn myndarlegum hætti og raun ber vitni.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra segir að með opnun Skjólshúss styrkist heildstæð geðþjónusta og þá með þeim hætti að fólk geti fyrr og á eigin forsendum leitað sér aðstoðar. „Aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar. Með stofnun Skjólshúss verður stigið mikilvægt skref í að fjölga valkostum fyrir fólk í andlegri krísu en sambærilegt úrræði hefur ekki verið starfrækt hér á landi áður en Skjólshús er lágþröskuldaúrræði og byggir hugmyndafræði þess á sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga og jafningjastuðningi.“
Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira