Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2025 09:02 Dagur Sigurðsson, Schumacher-hjónin, hin sænsku Björn Borg og Smilla Holmberg og Diogo Jota komu við sögu í mest lesnu erlendu íþróttafréttum ársins 2025 á Vísi. vísir/samsett Von um slóvenska hjálp, góðverk Zlatans Ibrahimovic og svipleg fráföll ungs íþróttafólks var meðal þess sem var mest lesið í erlendum íþróttafréttum á Vísi á árinu sem nú er senn á enda. Í janúar á ári hverju eru jafnan öll augu á íslenska karlalandsliðinu í handbolta og það var engin undantekning á því í ár. Íslenska liðið tapaði aðeins einum leik á HM 2025, fyrir Króatíu sem Dagur Sigurðsson stýrir. Eftir tapið fyrir Króötum var ljóst að Íslendingar þyrftu að treysta á að Slóvenar réttu þeim hjálparhönd til að eiga möguleika á að komast upp úr milliriðli. Íslendingar fylgdust því spenntir með beinni textalýsingu frá leik Króatíu og Slóveníu. Vonin var lengi vel til staðar en Króatar höfðu á endanum betur, 29-26, og því var ljóst að Íslendingar væru úr leik. Vítaspyrnukeppnin í leik Englands og Svíþjóðar í átta liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta var eftirminnileg í meira lagi. Meðal þeirra sem brást bogalistin í vítakeppninni var hin unga Smilla Holmberg. Englendingar unnu vítakeppnina, 2-3, og fóru alla leið og urðu Evrópumeistarar annað sinn í röð. Holmberg var óhuggandi eftir leikinn en fékk hughreystandi skilaboð frá skærustu fótboltastjörnu Svía fyrr og síðar, sjálfum Zlatan Ibrahimovic sem er átrúnargoð þessarar efnilegu fótboltakonu. Stórt áfall reið yfir CrossFit-heiminn á árinu sem nú er að líða. Á Cholula-leikunum í Mexíkó í maí lést hin 24 ára Nayeli Clemente eftir að hafa farið í hjartastopp. Leikmaður Englandsmeistara Liverpool og portúgalska landsliðsins, Diogo Jota, lést einnig í blóma lífsins, í bílslysi á Spáni ásamt bróður sínum, Andre Silva, 3. júlí. Jota var 29 ára, nýgiftur og lét eftir sig þrjú ung börn. Fréttir af Michael Schumacher vekja jafnan mikla athygli. Dómur féll í fjárkúgunarmáli gegn öryggisverði sem reyndi svíkja fé út úr fjölskyldu heimsmeistarans sjöfalda. Corrinu, eiginkonu Schumachers, fannst öryggisvörðurinn sleppa full billega en hann fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Leikhlé Dags í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handbolta, þar sem Danmörk vann öruggan sigur á Króatíu, 26-32, vakti sömuleiðis mikla athygli. Dagur talaði þar tæpitungulaust og hlaut hrós fyrir frá Króötum. Björn Borg, sem var einn fremsti tenniskappi heims á sínum tíma, gaf út ævisögu sína í ár. Þar greindi hann meðal annars frá kókaínfíkn sinni og því þegar hann var lífgaður við eftir að hafa tekið of stóran skammt. Þrautaganga Alexanders Blonz var valinn aftur í norska landsliðið í vetur eftir að hafa glímt við erfið veikindi. Hann fékk blóðtappa í heila en athugul kærasta hans, Elina Österli, tók eftir því að eitthvað var að. Fréttir ársins 2025 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
Í janúar á ári hverju eru jafnan öll augu á íslenska karlalandsliðinu í handbolta og það var engin undantekning á því í ár. Íslenska liðið tapaði aðeins einum leik á HM 2025, fyrir Króatíu sem Dagur Sigurðsson stýrir. Eftir tapið fyrir Króötum var ljóst að Íslendingar þyrftu að treysta á að Slóvenar réttu þeim hjálparhönd til að eiga möguleika á að komast upp úr milliriðli. Íslendingar fylgdust því spenntir með beinni textalýsingu frá leik Króatíu og Slóveníu. Vonin var lengi vel til staðar en Króatar höfðu á endanum betur, 29-26, og því var ljóst að Íslendingar væru úr leik. Vítaspyrnukeppnin í leik Englands og Svíþjóðar í átta liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta var eftirminnileg í meira lagi. Meðal þeirra sem brást bogalistin í vítakeppninni var hin unga Smilla Holmberg. Englendingar unnu vítakeppnina, 2-3, og fóru alla leið og urðu Evrópumeistarar annað sinn í röð. Holmberg var óhuggandi eftir leikinn en fékk hughreystandi skilaboð frá skærustu fótboltastjörnu Svía fyrr og síðar, sjálfum Zlatan Ibrahimovic sem er átrúnargoð þessarar efnilegu fótboltakonu. Stórt áfall reið yfir CrossFit-heiminn á árinu sem nú er að líða. Á Cholula-leikunum í Mexíkó í maí lést hin 24 ára Nayeli Clemente eftir að hafa farið í hjartastopp. Leikmaður Englandsmeistara Liverpool og portúgalska landsliðsins, Diogo Jota, lést einnig í blóma lífsins, í bílslysi á Spáni ásamt bróður sínum, Andre Silva, 3. júlí. Jota var 29 ára, nýgiftur og lét eftir sig þrjú ung börn. Fréttir af Michael Schumacher vekja jafnan mikla athygli. Dómur féll í fjárkúgunarmáli gegn öryggisverði sem reyndi svíkja fé út úr fjölskyldu heimsmeistarans sjöfalda. Corrinu, eiginkonu Schumachers, fannst öryggisvörðurinn sleppa full billega en hann fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Leikhlé Dags í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handbolta, þar sem Danmörk vann öruggan sigur á Króatíu, 26-32, vakti sömuleiðis mikla athygli. Dagur talaði þar tæpitungulaust og hlaut hrós fyrir frá Króötum. Björn Borg, sem var einn fremsti tenniskappi heims á sínum tíma, gaf út ævisögu sína í ár. Þar greindi hann meðal annars frá kókaínfíkn sinni og því þegar hann var lífgaður við eftir að hafa tekið of stóran skammt. Þrautaganga Alexanders Blonz var valinn aftur í norska landsliðið í vetur eftir að hafa glímt við erfið veikindi. Hann fékk blóðtappa í heila en athugul kærasta hans, Elina Österli, tók eftir því að eitthvað var að.
Fréttir ársins 2025 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira