„Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2026 17:30 Ruben Amorim, stjóri Manchester United, bauð upp á mjög sérstakan blaðamannafund eftir leikinn í dag. Getty/Ash Donelon Ruben Amorim aðalþjálfari Manchester United hefur skorað á yfirmenn sína hjá Manchester United að leyfa sér að sinna starfi sínu án afskipta. Hann bauð upp á mjög sérstakan blaðamannafund eftir að liðið tapaði stigum á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eftir að hafa gefið í skyn á föstudag að vandamál væru á bak við tjöldin beið Amorim eftir síðustu spurningunni á blaðamannafundi sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Leeds United til að koma öðru mikilvægu atriði á framfæri. Í leiðinni gaf hann til kynna að hann hefði orðið fyrir óæskilegum innri afskiptum frá háttsettum aðilum hjá United og að félagið væri orðið of viðkvæmt fyrir gagnrýni að utan. Segir aðra stjóra ekki fá sömu meðferð Hann nefndi einnig nöfn þriggja þekktra fyrrverandi stjóra í ensku úrvalsdeildinni og gaf í skyn að þeir myndu ekki sæta sömu meðferð. 🚨 Rúben Amorim: “I’m gonna be Man United’s MANAGER, not coach. I was very clear”.“I am not going to quit. I am going to do my job until another guy is coming here to replace me. I came here to be the manager”. pic.twitter.com/ZCO1ZwUH5j— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2026 Amorim sagði ítrekað að eftir átján mánuði, þegar samningur hans rennur út, muni hann yfirgefa félagið. „Ég vil bara segja að ég kom hingað til að vera knattspyrnustjóri, ekki til að vera þjálfari,“ sagði Ruben Amorim. Ég mun sinna mínu í átján mánuði „Í öllum deildum – njósnadeildinni, yfirmaður knattspyrnumála – [þeir] þurfa að sinna sínu starfi. Ég mun sinna mínu í átján mánuði og svo höldum við áfram,“ sagði Amorim. „Ég vil bara segja að ég ætla að vera knattspyrnustjóri þessa liðs, ekki bara þjálfari. Ég var mjög skýr með það. Því lýkur eftir 18 mánuði og þá halda allir áfram. Það var samkomulagið. Það er mitt starf, ekki að vera þjálfari,“ sagði Amorim. 🗣️ "I came here to be the manager of Manchester United, not the coach"🗣️ "If people can't handle criticism we need to change the club"Ruben Amorim issues a strong statement following Manchester United's draw with Leeds and insists that 'he will not quit' from his role 🔴 pic.twitter.com/DlsOFymdL9— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 4, 2026 Amorim hefur sagt að ágreiningur hafi verið við félagið um leikmenn sem á að kaupa, á meðan vísbendingar um vaxandi spennu við yfirmann knattspyrnumála, Jason Wilcox, hafa orðið sterkari. „Þið fenguð valdar upplýsingar um allt“ Þegar hann var spurður hvort hann teldi sig enn hafa traust stjórnar United sagði Amorim: „Til að byrja með tók ég eftir því að þið fenguð valdar upplýsingar um allt,“ sagði Amorim. „Ég kom hingað til að vera knattspyrnustjóri Manchester United, ekki til að vera þjálfari Manchester United. Það er alveg á hreinu,“ sagði Amorim. „Ég veit að ég heiti ekki Tuchel“ „Ég veit að ég heiti ekki [Thomas] Tuchel, ég heiti ekki [Antonio] Conte, ég heiti ekki [Jose] Mourinho, en ég er knattspyrnustjóri Manchester United. Og þannig verður það í 18 mánuði eða þar til stjórnin ákveður að breyta,“ sagði Amorim. „Ég ætla ekki að hætta. Ég mun sinna starfi mínu þar til annar maður kemur hingað til að leysa mig af hólmi,“ sagði Amorim. Enski boltinn Manchester United Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Eftir að hafa gefið í skyn á föstudag að vandamál væru á bak við tjöldin beið Amorim eftir síðustu spurningunni á blaðamannafundi sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Leeds United til að koma öðru mikilvægu atriði á framfæri. Í leiðinni gaf hann til kynna að hann hefði orðið fyrir óæskilegum innri afskiptum frá háttsettum aðilum hjá United og að félagið væri orðið of viðkvæmt fyrir gagnrýni að utan. Segir aðra stjóra ekki fá sömu meðferð Hann nefndi einnig nöfn þriggja þekktra fyrrverandi stjóra í ensku úrvalsdeildinni og gaf í skyn að þeir myndu ekki sæta sömu meðferð. 🚨 Rúben Amorim: “I’m gonna be Man United’s MANAGER, not coach. I was very clear”.“I am not going to quit. I am going to do my job until another guy is coming here to replace me. I came here to be the manager”. pic.twitter.com/ZCO1ZwUH5j— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2026 Amorim sagði ítrekað að eftir átján mánuði, þegar samningur hans rennur út, muni hann yfirgefa félagið. „Ég vil bara segja að ég kom hingað til að vera knattspyrnustjóri, ekki til að vera þjálfari,“ sagði Ruben Amorim. Ég mun sinna mínu í átján mánuði „Í öllum deildum – njósnadeildinni, yfirmaður knattspyrnumála – [þeir] þurfa að sinna sínu starfi. Ég mun sinna mínu í átján mánuði og svo höldum við áfram,“ sagði Amorim. „Ég vil bara segja að ég ætla að vera knattspyrnustjóri þessa liðs, ekki bara þjálfari. Ég var mjög skýr með það. Því lýkur eftir 18 mánuði og þá halda allir áfram. Það var samkomulagið. Það er mitt starf, ekki að vera þjálfari,“ sagði Amorim. 🗣️ "I came here to be the manager of Manchester United, not the coach"🗣️ "If people can't handle criticism we need to change the club"Ruben Amorim issues a strong statement following Manchester United's draw with Leeds and insists that 'he will not quit' from his role 🔴 pic.twitter.com/DlsOFymdL9— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 4, 2026 Amorim hefur sagt að ágreiningur hafi verið við félagið um leikmenn sem á að kaupa, á meðan vísbendingar um vaxandi spennu við yfirmann knattspyrnumála, Jason Wilcox, hafa orðið sterkari. „Þið fenguð valdar upplýsingar um allt“ Þegar hann var spurður hvort hann teldi sig enn hafa traust stjórnar United sagði Amorim: „Til að byrja með tók ég eftir því að þið fenguð valdar upplýsingar um allt,“ sagði Amorim. „Ég kom hingað til að vera knattspyrnustjóri Manchester United, ekki til að vera þjálfari Manchester United. Það er alveg á hreinu,“ sagði Amorim. „Ég veit að ég heiti ekki Tuchel“ „Ég veit að ég heiti ekki [Thomas] Tuchel, ég heiti ekki [Antonio] Conte, ég heiti ekki [Jose] Mourinho, en ég er knattspyrnustjóri Manchester United. Og þannig verður það í 18 mánuði eða þar til stjórnin ákveður að breyta,“ sagði Amorim. „Ég ætla ekki að hætta. Ég mun sinna starfi mínu þar til annar maður kemur hingað til að leysa mig af hólmi,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Manchester United Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira