Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. janúar 2026 12:20 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, á von á því að umræða um kosti og galla aðildar muni yfirtaka pólitíska umræðu þegar dagsetning verður komin á þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna. vísir/samsett Meirihluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu. Könnunin var gerð í desember og prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að afstaða fólks sé að taka hröðum breytingum samhliða vendingum á alþjóðavísu. Geri megi ráð fyrir algjörri uppstokkun í umræðu um kosti og galla aðildar. Í könnun Maskínu var spurt hvort fólk myndi greiða atkvæði með eða á móti áframhaldandi aðildarviðræðum að Evrópusambandinu, komi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Meirihluti, eða fimmtíu og þrjú prósent, eru fylgjandi viðræðum en fjörutíu og sjö prósent eru andsnúin. Maskína spurði sömu spurningar fyrir ári og hefur stuðningur aukist örlítið síðan, en þá sögðust 50,9 prósent hlynnt aðildarviðræðum. Svarendur í könnun Maskínu voru 2.032 talsins.vísir/Maskína Könnunin var gerð á dögunum 11. til 17. desember og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, bendir á að margt hafi breyst síðan þá og vísar til innrásar Bandaríkjamanna í Venesúela og óvissu um Grænland. „Það má kannski halda því fram með fullum rökum að nú sé komin ný vídd í málið þar sem að margir hafa áhyggjur af stöðu Íslands í samhengi öryggis- og varnarmála,“ segir Eiríkur. „Varnarsamningurinn sem við höfum við Bandaríkin er ekki virkur með sama hætti og áður. Bandaríkjaforseti hefur sagt það skýrum orðum að það sé bara einfaldlega hagsmunamat Bandaríkjanna hverju sinni hvort að þeir virði samkomulag sem þetta. Og það breytir allri stöðu Íslands í umheiminum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur boðað að þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður við ESB verði lögð fyrir í vor.Vísir/Ívar Fannar Eiríkur telur að margir gætu því farið að líta frekar til Evrópu sem bandalagsmanns. Að sama skapi gætu aðrir fundið til aukin rök gegn aðild í óvissuástandi í alþjóðakerfinu. „Sem eru þá þau að skarkali heimsins færist nær Íslandi á einhvern hátt, þannig að þetta vogast svolítið á.“ Utanríkisráðherra hefur boðað að þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að sambandinu verði lögð fyrir Alþingi í vor. Eiríkur segir viðbúið ESB-umræða muni yfirtaka pólitíska umræðu þegar dagsetning verður komin á þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir ýmsar forsendur varðandi kosti og galla aðildar hafa breyst á stuttum tíma. Gjörbreytt staða „Þess vegna má gera ráð fyrir ákveðinni endurröðun í stuðningi og andstöðu, fylgi og afstöðu. Vegna þess að hingað til hefur hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu ekki snúist neitt um öryggis- og varnarmál, því að þeim hefur verið fyrir komið með öðrum hætti í gegnum NATO og tvíhliða samning við Bandaríkin. Þannig að flestir hafi talið að þau væru fyllilega tryggð. En nú er sú staða gjörbreytt,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Alþingi Tengdar fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild „Til vinstri við ESB“ heita ný samtök sem stofnuð voru í dag, en í tilkynningu segir að samtökin hafni aðild að Evrópusambandinu og markmið þeirra sé að standa gegn tilraunum til að innlima Ísland í Evrópusambandið. 10. janúar 2026 20:41 Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál. 10. janúar 2026 09:45 Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi. 6. janúar 2026 14:29 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Í könnun Maskínu var spurt hvort fólk myndi greiða atkvæði með eða á móti áframhaldandi aðildarviðræðum að Evrópusambandinu, komi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Meirihluti, eða fimmtíu og þrjú prósent, eru fylgjandi viðræðum en fjörutíu og sjö prósent eru andsnúin. Maskína spurði sömu spurningar fyrir ári og hefur stuðningur aukist örlítið síðan, en þá sögðust 50,9 prósent hlynnt aðildarviðræðum. Svarendur í könnun Maskínu voru 2.032 talsins.vísir/Maskína Könnunin var gerð á dögunum 11. til 17. desember og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, bendir á að margt hafi breyst síðan þá og vísar til innrásar Bandaríkjamanna í Venesúela og óvissu um Grænland. „Það má kannski halda því fram með fullum rökum að nú sé komin ný vídd í málið þar sem að margir hafa áhyggjur af stöðu Íslands í samhengi öryggis- og varnarmála,“ segir Eiríkur. „Varnarsamningurinn sem við höfum við Bandaríkin er ekki virkur með sama hætti og áður. Bandaríkjaforseti hefur sagt það skýrum orðum að það sé bara einfaldlega hagsmunamat Bandaríkjanna hverju sinni hvort að þeir virði samkomulag sem þetta. Og það breytir allri stöðu Íslands í umheiminum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur boðað að þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður við ESB verði lögð fyrir í vor.Vísir/Ívar Fannar Eiríkur telur að margir gætu því farið að líta frekar til Evrópu sem bandalagsmanns. Að sama skapi gætu aðrir fundið til aukin rök gegn aðild í óvissuástandi í alþjóðakerfinu. „Sem eru þá þau að skarkali heimsins færist nær Íslandi á einhvern hátt, þannig að þetta vogast svolítið á.“ Utanríkisráðherra hefur boðað að þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að sambandinu verði lögð fyrir Alþingi í vor. Eiríkur segir viðbúið ESB-umræða muni yfirtaka pólitíska umræðu þegar dagsetning verður komin á þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir ýmsar forsendur varðandi kosti og galla aðildar hafa breyst á stuttum tíma. Gjörbreytt staða „Þess vegna má gera ráð fyrir ákveðinni endurröðun í stuðningi og andstöðu, fylgi og afstöðu. Vegna þess að hingað til hefur hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu ekki snúist neitt um öryggis- og varnarmál, því að þeim hefur verið fyrir komið með öðrum hætti í gegnum NATO og tvíhliða samning við Bandaríkin. Þannig að flestir hafi talið að þau væru fyllilega tryggð. En nú er sú staða gjörbreytt,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.
Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Alþingi Tengdar fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild „Til vinstri við ESB“ heita ný samtök sem stofnuð voru í dag, en í tilkynningu segir að samtökin hafni aðild að Evrópusambandinu og markmið þeirra sé að standa gegn tilraunum til að innlima Ísland í Evrópusambandið. 10. janúar 2026 20:41 Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál. 10. janúar 2026 09:45 Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi. 6. janúar 2026 14:29 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Stofna ný samtök gegn ESB aðild „Til vinstri við ESB“ heita ný samtök sem stofnuð voru í dag, en í tilkynningu segir að samtökin hafni aðild að Evrópusambandinu og markmið þeirra sé að standa gegn tilraunum til að innlima Ísland í Evrópusambandið. 10. janúar 2026 20:41
Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál. 10. janúar 2026 09:45
Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi. 6. janúar 2026 14:29