Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2026 20:32 Darren Fletcher stýrði United í jafntefli gegn Burnley í síðustu viku og svo í tapi gegn Brighton í bikarleik í dag. Getty/Richard Sellers Darren Fletcher segir leikmenn Manchester United enn hafa að miklu að keppa á þessari leiktíð þó að ljóst sé að hún verði sú stysta hjá félaginu síðan fyrir fyrri heimsstyrjöldina, eftir tapið gegn Brighton í ensku bikarkeppninni í dag. Þeir séu hins vegar viðkvæmir. Helstu atvikin úr 2-1 sigri Brighton í dag, á Old Trafford, má sjá hér að neðan. Fletcher var spurður út í sín skilaboð til næsta stjóra United, eftir að hafa nú stýrt liðinu í þeim tveimur leikjum sem til stóð í kjölfar brottreksturs Rúben Amorim fyrir tæpri viku. „Sjálfstraust, að vera vanur því að spila ákveðinn leikstíl og leikkerfi. Þeir þurfa bara að standa saman. Það eru bara þeir sem eru í þessari stöðu og bara þeir sem geta gert eitthvað í því. Byggja upp sjálfstraustið, ná í nokkur úrslit, það verður kannski ekki alltaf fallegt,“ sagði Fletcher. Búist er við því að Ole Gunnar Solskjær eða Michael Carrick taki við United og stýri liðinu út leiktíðina. Liðið á ekki lengur neina von um titil og féll úr leik á fyrstu hindrun í bæði bikarnum og deildabikarnum. Man Utd have been eliminated from both cup competitions at the first hurdle for the first time since 1981-82 ❌ pic.twitter.com/hqwqSHaoHr— BBC Sport (@BBCSport) January 11, 2026 Þá er ljóst að United, sem ekki er í neinni Evrópukeppni, mun aðeins spila 40 leiki á þessari leiktíð en það hefur ekki gerst síðan tímabilið 1914-15, eða fyrir meira en hundrað árum síðan. Það verður því mikil áskorun fyrir nýjan stjóra að koma sjálfstrausti í leikmenn, fyrir komandi leiki við Manchester City og Arsenal. „Ég held að það hafi sést í dag að leikmennirnir eru viðkvæmir en þeir verða að bregðast við. Sjálfstraust er eitt það öflugasta í fótbolta þannig að þegar þú hefur það ekki þarftu að leggja hart að þér og þá kemur sjálfstraustið aftur,“ sagði Fletcher. Skilur vonbrigði stuðningsmanna „Þetta er undir þeim [leikmönnunum] komið, þeir þurfa að tryggja að þeir hafi miklu að keppa á þessu tímabili. Þetta lið er enn nógu gott til að ná árangri á þessu tímabili en þeir verða að leggja hart að sér,“ sagði Fletcher sem sýnir svekktum stuðningsmönnum United skilning: „Úr leik í bikarkeppnum, aðeins leikir í ensku úrvalsdeildinni eftir… Stuðningsmennirnir voru ekki ánægðir í lokin en þeir hafa fullan rétt á að láta í ljós óánægju sína. Andrúmsloftið var ekki eitrað en þeir sýndu vonbrigði sín. Ég er viss um að ef leikmennirnir sýna rétt viðbrögð munu stuðningsmennirnir styðja við bakið á þeim eins og þeir gera alltaf því það er enn mikið í húfi í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.“ Enski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Helstu atvikin úr 2-1 sigri Brighton í dag, á Old Trafford, má sjá hér að neðan. Fletcher var spurður út í sín skilaboð til næsta stjóra United, eftir að hafa nú stýrt liðinu í þeim tveimur leikjum sem til stóð í kjölfar brottreksturs Rúben Amorim fyrir tæpri viku. „Sjálfstraust, að vera vanur því að spila ákveðinn leikstíl og leikkerfi. Þeir þurfa bara að standa saman. Það eru bara þeir sem eru í þessari stöðu og bara þeir sem geta gert eitthvað í því. Byggja upp sjálfstraustið, ná í nokkur úrslit, það verður kannski ekki alltaf fallegt,“ sagði Fletcher. Búist er við því að Ole Gunnar Solskjær eða Michael Carrick taki við United og stýri liðinu út leiktíðina. Liðið á ekki lengur neina von um titil og féll úr leik á fyrstu hindrun í bæði bikarnum og deildabikarnum. Man Utd have been eliminated from both cup competitions at the first hurdle for the first time since 1981-82 ❌ pic.twitter.com/hqwqSHaoHr— BBC Sport (@BBCSport) January 11, 2026 Þá er ljóst að United, sem ekki er í neinni Evrópukeppni, mun aðeins spila 40 leiki á þessari leiktíð en það hefur ekki gerst síðan tímabilið 1914-15, eða fyrir meira en hundrað árum síðan. Það verður því mikil áskorun fyrir nýjan stjóra að koma sjálfstrausti í leikmenn, fyrir komandi leiki við Manchester City og Arsenal. „Ég held að það hafi sést í dag að leikmennirnir eru viðkvæmir en þeir verða að bregðast við. Sjálfstraust er eitt það öflugasta í fótbolta þannig að þegar þú hefur það ekki þarftu að leggja hart að þér og þá kemur sjálfstraustið aftur,“ sagði Fletcher. Skilur vonbrigði stuðningsmanna „Þetta er undir þeim [leikmönnunum] komið, þeir þurfa að tryggja að þeir hafi miklu að keppa á þessu tímabili. Þetta lið er enn nógu gott til að ná árangri á þessu tímabili en þeir verða að leggja hart að sér,“ sagði Fletcher sem sýnir svekktum stuðningsmönnum United skilning: „Úr leik í bikarkeppnum, aðeins leikir í ensku úrvalsdeildinni eftir… Stuðningsmennirnir voru ekki ánægðir í lokin en þeir hafa fullan rétt á að láta í ljós óánægju sína. Andrúmsloftið var ekki eitrað en þeir sýndu vonbrigði sín. Ég er viss um að ef leikmennirnir sýna rétt viðbrögð munu stuðningsmennirnir styðja við bakið á þeim eins og þeir gera alltaf því það er enn mikið í húfi í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.“
Enski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira