Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. janúar 2026 14:00 Húsið í Brúnastekk þangað sem slökkvilið hefur verið kallað út tvisvar á árinu sem er nýhafið. Vísir/Vilhelm Slökkvilið hefur áhyggjur af öryggi þeirra sem leigja rými í húsum þar sem herbergjum hefur verið fjölgað í trássi við reglur og aðgengi að flóttaleiðum er takmarkað. Grunur er um íkveikju í slíku húsi sem slökkviliðinu hafði borist ábendingar um. Þrír menn voru handteknir aðfaranótt sunnudags vegna grunns um íkveikju í einbýlishúsi í Breiðholti. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en mennirnir búa allir í húsinu. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem slökkviliðið er kallað að húsinu. En því hafði áður borist ábending sem sneri að fjölda íbúa þar. „Ábendingin snerist að því að þarna væri sennilega herbergjaleiga. Og væri þarna fjöldi fólks en sneri ekki beint að brunavörnum,“ segir Aldís Rún Lárusdóttir sviðsstjóri forvarnasviðs slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðið hafði ekki kannað ábendinguna þegar eldurinn kom upp um helgina. Ábendingum á borð við þessa hefur fjölgað undanfarið. „Við höfum verið að fá aðeins fleiri ábendingar um þetta og hérna, það virðist vera markaður fyrir, já, herbergjaleigu,“ segir Aldís. Slökkviliðið hefur áhyggjur af öryggi þeirra sem leigja rými sem þessi, þar sem herbergjum hefur verið fjölgað í trássi við reglur og aðgengi að flóttaleiðum er takmarkað. „Oft á tíðum er búið að breyta húsnæðinu frá samþykktum aðaluppdráttum. Og það skapar ákveðin vandamál varðandi öryggi. Oft tengist það því að það er verið að reyna að útbúa fleiri íbúðarherbergi heldur en eru kannski hugsuð og þá þarf að hafa í huga, eða fyrst og fremst, á ekki að fara í breytingar nema fá leyfi byggingarfulltrúa, en að gæta þess að allir hafi aðgengi að flóttaleiðum og öryggisatriði séu uppfyllt,“ segir Aldís Rún. Sérstakar úttektir hafa verið gerðar á húsnæði sem ábendingar hafa borist um. „Það eru ekki alltaf gluggar og stundum eru gluggarnir þannig að það er ekkert að nýta þá til björgunar.“ Niðurgrafin gluggalaus rými með tilheyrandi hættu En þegar kemur að því sem er verið að nota til að búa til þessi herbergi, er þetta svona viðurkennt efni eða hvernig er verið að slá upp þessum veggjum? „Við erum að sjá svolítið krossviðsplötur eða spónaplötur. Það er ekki verið að nota kannski gifs eins og, almennt er notað í innveggi í dag.“ Aldís Rún hefur áhyggjur af stöðunni þar sem fjölda fólks er skóflað í herbergi í einu og sama einbýlishúsinu sem gerðar hafa verið ósamþykktar breytingar á.Vísir/SigurjónÓ Þá eru sum herbergin í niðurgröfnum, gluggalausum rýmum og eldunaraðstaða jafnvel í hverju rými, sem felur í sér aukna brunahættu. „Við erum að setja kröfur á eiganda um að bæta úr. Og ég man eftir einu skipti þar sem við höfum lagt bann við notkun á hluta húsnæðisins og fylgt því eftir.“ Slökkvilið Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Þrír menn voru handteknir aðfaranótt sunnudags vegna grunns um íkveikju í einbýlishúsi í Breiðholti. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en mennirnir búa allir í húsinu. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem slökkviliðið er kallað að húsinu. En því hafði áður borist ábending sem sneri að fjölda íbúa þar. „Ábendingin snerist að því að þarna væri sennilega herbergjaleiga. Og væri þarna fjöldi fólks en sneri ekki beint að brunavörnum,“ segir Aldís Rún Lárusdóttir sviðsstjóri forvarnasviðs slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðið hafði ekki kannað ábendinguna þegar eldurinn kom upp um helgina. Ábendingum á borð við þessa hefur fjölgað undanfarið. „Við höfum verið að fá aðeins fleiri ábendingar um þetta og hérna, það virðist vera markaður fyrir, já, herbergjaleigu,“ segir Aldís. Slökkviliðið hefur áhyggjur af öryggi þeirra sem leigja rými sem þessi, þar sem herbergjum hefur verið fjölgað í trássi við reglur og aðgengi að flóttaleiðum er takmarkað. „Oft á tíðum er búið að breyta húsnæðinu frá samþykktum aðaluppdráttum. Og það skapar ákveðin vandamál varðandi öryggi. Oft tengist það því að það er verið að reyna að útbúa fleiri íbúðarherbergi heldur en eru kannski hugsuð og þá þarf að hafa í huga, eða fyrst og fremst, á ekki að fara í breytingar nema fá leyfi byggingarfulltrúa, en að gæta þess að allir hafi aðgengi að flóttaleiðum og öryggisatriði séu uppfyllt,“ segir Aldís Rún. Sérstakar úttektir hafa verið gerðar á húsnæði sem ábendingar hafa borist um. „Það eru ekki alltaf gluggar og stundum eru gluggarnir þannig að það er ekkert að nýta þá til björgunar.“ Niðurgrafin gluggalaus rými með tilheyrandi hættu En þegar kemur að því sem er verið að nota til að búa til þessi herbergi, er þetta svona viðurkennt efni eða hvernig er verið að slá upp þessum veggjum? „Við erum að sjá svolítið krossviðsplötur eða spónaplötur. Það er ekki verið að nota kannski gifs eins og, almennt er notað í innveggi í dag.“ Aldís Rún hefur áhyggjur af stöðunni þar sem fjölda fólks er skóflað í herbergi í einu og sama einbýlishúsinu sem gerðar hafa verið ósamþykktar breytingar á.Vísir/SigurjónÓ Þá eru sum herbergin í niðurgröfnum, gluggalausum rýmum og eldunaraðstaða jafnvel í hverju rými, sem felur í sér aukna brunahættu. „Við erum að setja kröfur á eiganda um að bæta úr. Og ég man eftir einu skipti þar sem við höfum lagt bann við notkun á hluta húsnæðisins og fylgt því eftir.“
Slökkvilið Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira