Innlent

Ís­land standi með Græn­landi og Dan­mörku

Agnar Már Másson skrifar
Trump vill leggja Grænland undir sig og hefur boðað tolla á fjölda Evrópuríkja vegna þess.
Trump vill leggja Grænland undir sig og hefur boðað tolla á fjölda Evrópuríkja vegna þess. Vísir/EPA

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að Ísland standi með Grænlandi og Danmörku í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað tolla á þau lönd sem styðja Grænland.

„Ísland stendur sem fyrr með Grænlandi og konungsríkinu Danmörku. Okkar afstaða er skýr og hún er óbreytt. Það er Grænlendinga einna að ráða sinni framtíð. Fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt þjóða ber að virða. Um það er breið samstaða meðal Norðurlandanna, Evrópuríkja og Kanada,“ segir í yfirlýsingu Þorgerðar Katrínar til Vísis en hún baðst undan viðtali.

„Við höfum ekki trú á að tollastríð færi okkur nær lausn í þessu máli.“

Donald Trump tilkynnti í dag að hann hygðist leggja tíu prósenta toll á allar vörur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Bretlandi, Hollandi og Finnlandi frá og 1. febrúar vegna þess að fyrrnefnd lönd styðja ekki innlimun Bandaríkjanna á Grænlandi.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×