Innlent

Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjöl­býlis­húsi

Eiður Þór Árnason skrifar
Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ. Myndin er úr safni. 
Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ. Myndin er úr safni.  Vísir/Egill Aðalsteinsson

Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ í kvöld. Einn var í húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang og hefur verið fluttur með sjúkrabíl til Reykavíkur. Fimmtán aðrir íbúar voru fluttir af vettvangi. Búið er að slökkva eldinn. 

Tilkynning barst um eldinn klukkan 22:54, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Lögregla, sjúkra- og slökkvilið hafi farið þangað á hæsta forgangi.

„Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var einn íbúi enn inni í húsinu en aðrir íbúar hússins komnir út. Skömmu síðar fannst íbúinn og var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur.“

Aðrir íbúar, 15 talsins, hafi verið fluttir á öruggan stað skammt frá vettvangi þar sem þau fái stuðning og liðsinni frá starfsmönnum Rauða Krossins.

Vinna viðbragðsaðila heldur áfram á vettvangi og er rannsókn málsins sögð á frumstigi.

Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, get ekki veitt frekari upplýsingar um líðan íbúans sem fluttur var á sjúkrahús. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×