Foreldrar sem skipta fæðingarorlofinu jafnt líklegri til að deila umönnun til frambúðar
Það er ekki fæðingarorlofskerfið sem er ólíkt því sem er á hinum Norðurlöndunum heldur leikskólakerfið. Þetta segir prófessor sem hefur rannsakað þessi mál í áratugi. Rannsóknir sýni að foreldrar sem skipti fæðingarorlofi jafnt á milli sín séu líklegri til að deila umönnun barna til lengri tíma og svo eru þeir ólíklegri til að skilja.