Ísland í dag - Gat í húsvegg. Hurð út í garð. Ekkert mál!

Gat sagað í útvegg og hurð sett í vegginn til að ganga beint út í garð er einfalt mál. Og það gerði ritstjórinn á tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn Auður Ingibjörg Ottesen, en hún er landsþekkt fyrir garðrækt og gríðarlega vinsæl námskeið sem hún heldur allt árið. Og nú í sumar ákváðu hún og maður hennar Páll Jökull Pétursson ljósmyndari að saga gat í útvegginn á bak við húsið og setja þar tvöfalda hurð þannig að nú er hægt að ganga beint út í garðinn og stækkar það húsið verulega. Garðurinn í kringum húsið þeirra á Selfossi er ævintýralega fallegur með tjörn og frumlegum gróðri og meira að segja ruslatunnu kassinn er þakinn sígrænum plöntum sem er engu líkt. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í innlit í þetta skemmtilega hús og skoðaði þessar framkvæmdir.

14163
12:46

Vinsælt í flokknum Ísland í dag