Það þurfi að virkja en líka gæta að náttúruverndinni
Jóhann Páll Jóhannsson, nýr umhverfis- orku og loftslagsráðherra er spenntur og auðmjúkur að eigin sögn. Hann segir að fyrsta verkefnið í ráðuneytinu sé að tryggja forgang almennings þegar kemur að raforku á tímum umframeftirspurnar í kerfinu.