Ísland í dag - Hollt veisluhlaðborð lygilega bragðgott og girnilegt

Hollt veisluhlaðborð getur verið jafn bragðgott og girnilegt og hefðbundin veisluborð. Nú er mikið veislutímabil framundan með fermingum og páskum og útskriftum. Og það er gaman að skoða óvenjuleg veisluhlaðborð. Kvikmyndafræðingurinn og fjölmiðlakonan Sigríður Pétursdóttir skellti í girnilegt og mega bragðgott hollustu hlaðborð fyrir Ísland í dag en Sigríður læknaði sig sjálf af slæmri liðagigt fyrir nokkrum árum með því að breyta alveg um mataræði og lífsstíl. Og veisluborðið sem hún setur hér fram er svo hollt að hægt væri að borða þessa rétti sem morgunmat.

644
14:36

Vinsælt í flokknum Ísland í dag