„Mun hugsa þetta þangað til að ég dey”
Það er fátt sem Simmi Vill hefur ekki tekið sér fyrir hendur og segist hann líklega hafa tekið allar þær U-beygjur sem honum hefur langað til og prófað að starfa við allt það sem honum hefur dottið í hug. En það sé þó eitt sem hann hafi ekki látið verða af ennþá, að henda sér að krafti í pólitík og fara í framboð.