Öryggismyndavélum fjölgað Til stendur að fjölga öryggismyndavélum á stærstu vegum í Svíþjóð um rúmlega helming eða úr 330 myndavélum í 700. Útreikningar sýna að um fjögur hundruð þúsund manns munu nást á filmu á ári eftir þessa fjölgun á myndavélum. Á síðasta ári var tekin mynd af aðeins tíu þúsund manns. Menning 30. júlí 2004 00:01
Snaggaralegir og sportlegir Mitsubishi Motors Corporation frumsýnir þrjá nýja bíla á bílasýningunni í París í september. Bílarnir eru þriggja dyra Colt CZ3, þriggja dyra 150 hestafla Colt CZT með forþjöppu og 202 hestafla Outlander Turbo cross-over. Einnig ætlar Mitsubishi Motors að sýna alla bestu bíla sína í París, bæði fyrir kappakstur og almennan vegaakstur. Í síðarnefnda flokknum eru til dæmis Lancer Evolution VIII 2004. Menning 30. júlí 2004 00:01
Eigendur Toyota ánægðastir Niðurstöður úr árlegri könnun könnunarfyrirtækisins J.D. Power og þýska bílatímaritsins MOT sýn að eigendur Toyota eru ánægðastir allra bílaeigenda í Þýskalandi. Þetta er þriðja árið í röð sem þýskir bílaeigendur eru ánægðastir með Toyota og hefur bílaframleiðandinn þónokkra yfirburði fram yfir þá bíla sem næstir koma. Menning 30. júlí 2004 00:01
Brosandi bílar Uppfinningamenn hjá bílaframleiðandanum Toyota hafa fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum fyrir hugmynd að bíl sem sýnir tilfinningar. Erlent 26. júlí 2004 00:01
Söluaukning hjá Hyundai Sala á Hyundai í Vestur-Evrópu hefur aukist um 37% á ársgrundvelli og er þetta mesta samfellda söluaukningin sem Samtök evrópskra bílaframleiðenda hafa skráð frá árinu 1977 hjá einum framleiðenda. Menning 23. júlí 2004 00:01
Mótorcross ekki mjög hættulegt Mótorsport er ekki bara karlasport eins og sumir halda því á undanförnum árum hefur fjöldi stelpna látið til skarar skríða á mótocrosskeppnum. Aníta Hauksdóttir, þrettán ára mótorhjólastelpa, hefur mætt sterk til leiks á fyrstu tvær umferðir Íslandsmeistaramótsins í mótocrossi og þykir örugg um titilinn í ár. Menning 23. júlí 2004 00:01
Knár og þéttur á velli Tucson heitir hann og er nýjasti bíllinn frá Hyundai, væntanlegur á íslenskan bílamarkað í haust. Tucson er jepplingur í minni kantinum, litli bróðir Santa Fe jepplingsins sem notið hefur mikilla vinsælda frá því hann kom á markað árið 2000. Menning 23. júlí 2004 00:01
Alltof mörg umferðaslys Í Bretlandi verða dauðaslys í umferðinni á tveggja tíma fresti og að meðaltali slasast tíu manns alvarlega á dag. Menning 23. júlí 2004 00:01
Audi í Þýskalandi Audi hefur bestu ímynd allra bílaframleiðenda á þýskum markaði. Þetta er niðurstaða könnunar þýska bílatímaritsins "Auto Zeitung" sem lögð var fyrir rúmlega 30.000 lesendur blaðsins. Menning 23. júlí 2004 00:01
Saab í sveiflu Bílaframleiðandinn Saab mun kynna nýjar bílategundir á markaðinn á næstunni til að hasla sér aftur völl í bílabransanum. Menning 23. júlí 2004 00:01
Lélegar bremsur á strætó Lélegar bremsur á strætó er vandamál sem frændur vorir Svíar glíma við. Menning 23. júlí 2004 00:01
Bílasýning í Peking Árleg bílasýning í Peking í júní, The China Auto Show, er enn ekki orðið stórt nafn í bransanum en er spáð miklum vinsældum á næstu árum. Menning 23. júlí 2004 00:01
Tryllitæki vikunnar Tryllitæki þessarar viku er Benz SL AMG 55 sportbíll árgerð 2003. Eigandi hans heitir Baldur og festi hann kaup á bílnum í októbermánuði á síðasta ári. Bílinn keypti Baldur hjá Ræsi og er hann sá eini sinnar tegundar á landinu þó að tveir aðrir séu með sama boddi en ekki sömu vél og útbúnað. Menning 16. júlí 2004 00:01
Fimm stjörnur í árekstrarprófi Renault-sportbíllinn Megane Coupé-Cabriolet hefur hlotið 5 stjörnur í árekstrarprófun Euro NCAP. Bíllinn hlaut 33,56 stig af 37 mögulegum og þar með er bíllinn sá öruggasti í sínum flokki. Menning 16. júlí 2004 00:01
Ökuþór framtíðarinnar Kristján Einar Kristjánsson er fimmtán ára og af mörgum talinn vera helsta framtíðarefni Íslendinga í akstursíþróttinni. Hann er langyngstur keppenda í GoKart hér á landi, byrjaði að æfa fyrir fjórum árum síðan og keppti í fyrsta skipti í fyrrasumar. Menning 16. júlí 2004 00:01
Skipt um olíu Jón Heiðar Ólafsson vísar á leiðir til að hleypa olíu af vélinni. Menning 12. júlí 2004 00:01
Filmur í bílrúður Hjá fyrirtækinu Auto Sport er hægt að kaupa sérstakar filmur til að setja innan í rúður bíla. Menning 12. júlí 2004 00:01
Renault selur meira Renault bílaframleiðandinn í Frakklandi seldi fleiri bifreiðar fyrri helming þessa ársins en venjulega sökum nýrra tegunda og auknar eftirspurnar í Vestur-Evrópu. Menning 12. júlí 2004 00:01
Handfrjálsi símabúnaðurinn bestur Siggi Hall, matreiðslumeistari og veitingamaður á Óðinsvéum, segist ekki vera mikill áhugamaður um bíla. Menning 12. júlí 2004 00:01
Ford eykur fjárendurgreiðslu Bílaframleiðandinn Ford í Bandaríkjunum hefur aukið fjárendurgreiðslu af ökutækjum til viðskiptavina eftir slæmt gengi í júní. Menning 12. júlí 2004 00:01
Fáir nota stæði í bílahúsum Rúm 70 prósent ökumanna nota sjaldan eða aldrei bílahús í miðbæ Reykjavíkur og hækkar þetta hlutfall í 90 prósent þegar um fullorðið fólk er að ræða. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var um notkun bílahúsanna af hálfu nokkurra nemenda í endurmenntunardeild Háskóla Íslands. Könnunin var gerð í desember síðastliðnum. Menning 7. júlí 2004 00:01
Rafknúið hlaupahjól Nýjasta faratækið á götum borgarinnar er rafknúið hlaupahjól. Menning 5. júlí 2004 00:01
Nýr Audi Sportback Í september verður nýr Audi Sportback kynntur á Íslandi og kemur Audi þar fram með nýjan gæðaflokk í hópi minni bíla. Menning 2. júlí 2004 00:01
Rúgbrauð í toppstandi Hrannar Smári Hilmarsson og kærastan hans, Fatjona Fuga, eru nýbúin að eignast Volkswagen Transporter, árgerð 1978. Menning 2. júlí 2004 00:01
Ríkiskaup og bílaleigubifreiðar Nýlega skrifuðu Ríkiskaup undir svokallaðan rammasamning um bílaleigubifreiðar við Bílaleigu Flugleiða ehf., Hertz og Höld ehf. ásamt Bílaleigu Akureyrar. Menning 2. júlí 2004 00:01
Smíðar úr og bíla Jón Hinrik Garðarsson, eða Jón úri eins og hann er kallaður af kunnugum, fékk snilldarhugmynd fyrir tíu árum sem tryggði honum viðskipti í allflestum auglýsinga- og kvikmyndaverkefnum sem unnin hafa verið hérlendis. Menning 2. júlí 2004 00:01