
Pollack dregur sig í hlé vegna veikinda
Hinn 73 ára kvikmyndaleikstjóri Sydney Pollack hefur dregið sig í hlé sem leikstjóri pólitískrar dramamyndar sem hann ætlaði að hefja vinnu við nú í haust. Myndin fjallar um líf fólks sem tók þátt í að endurtelja atkvæðin í Flórída í bandarísku forsetakosningunum árið 2000.