Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Krefst 94 milljóna af Arngrími

Arngrími Jóhannssyni, stjórnarformanni Atlanta, hefur verið stefnt af eiganda Scandinavian Historic Flight vegna vanefnda á samningi. Stefnufjárhæðin nemur tæplega 94 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Hákon Eydal fellur frá kröfunni

Hákon Eydal, sem hefur viðurkennt að hafa banað barnsmóður sinni Sri Rhamawati, hefur fallið frá kröfu um nýja geðrannsókn. Við þingfestingu málsins gegn honum fyrr í mánuðinum gerði hann þessa kröfu og var milliþinghald um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

KB stefnir Mjólkurfélaginu

KB banki hefur stefnt Mjólkurfélagi Reykjavíkur til að greiða hálfan milljarð króna vegna samnings sem fyrrverandi stjórnarformaður félagsins gerði við bankann vegna viðskipta með Fóðurblönduna. Mjólkurfélagið segir samninginn ólögmætan.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumaður sóttur með valdi

Ungur maður hefur höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis þegar honum var meinað að mótmæla komu forseta Kína hingað til lands. Lögreglumaður, sem handtók manninn og er sakaður um að hafa hótað honum í framhaldinu, mætti ekki fyrir dóm og var þess krafist í dag að hann yrði sóttur með lögregluvaldi.

Innlent
Fréttamynd

60 milljóna skaðabótakrafa

Hæstiréttur fyrirskipaði í gær Héraðsdómi Vesturlands að taka til meðferðar sextíu milljóna króna skaðabótakröfu Sigurjóns Sighvatssonar á hendur Hótel Búðum og fleirum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað af 11 milljóna kröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af rúmlega ellefu milljón króna skaðabótakröfu erfingja konu sem svipt var fjárræði. Konan lést árið 2000 en sýslumaður skipaði henni lögráðamann fyrir tólf árum sem hafði dregið sér hluta af fé hennar.

Innlent
Fréttamynd

Dómur fyrir innflutning á hassi

Þrítugur karlmaður var dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa flutt með sér til landsins rúmlega 190 grömm af hassi. Maðurinn hafði áður hlotið fangelsisdóma, meðal ananrs fyrir rán, tékkasvik, umferðarlagabrot, nytjastuld og meiriháttar eignaspjöll.

Innlent
Fréttamynd

Börnin krefjast 22 milljóna

Hákon Eydal játaði fyrir dómi í morgun að hafa banað Sri Rhamawati, barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Börn hennar krefja hann um tæplega tuttugu og tvær milljónir króna í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Játar að hafa banað Sri

Hákon Eydal játaði fyrir dómi í morgun að hafa banað Sri Rhamawati, barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Börn hennar krefja hann um tæplega tuttugu og tvær milljónir króna í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað af 25 milljóna kröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið í dag af tuttugu og fimm milljóna króna skaðabótakröfu vegna meintra mistaka við mæðraeftirlit á Kvennadeild Landspítalans. Það voru foreldrar sem stefndu ríkinu fyrir hönd ólögráða sonar síns sem er mikið fatlaður.

Innlent
Fréttamynd

Fegin að málinu sé lokið

Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri á Patreksfirði, segir að fórnarlömb mannsins sem fékk fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða í gær hafi öll fengið aðstoð vegna áfallsins. Yfirheyrslur og rannsókn málsins hafi reynt mikið á og hann sé feginn að málinu sé lokið. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri grunnskólans þar, tekur í sama streng.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir kynferðisbrot

Rúmlega þrítugur karlmaður, Sigurbjörn Sævar Grétarsson, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum á aldrinum tólf til fjórtán ára. 

Innlent
Fréttamynd

4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Sigurbjörn Sævar Grétarsson, fyrrverandi lögreglumaður á Patreksfirði, var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm piltum. Auk þess var hann dæmdur til að greiða þeim samanlagt 2,4 milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Fékk tvö ár skilorðsbundin

Nítján ára stúlka var dæmd í 14 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir þjófnað, hylmingu og tilraun til fjársvika. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára þar sem stúlkan hefur snúið lífi sínu til betri vegar, hafið nám og hætt fíkniefnaneyslu og afbrotum.

Innlent
Fréttamynd

Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

Rúmlega fertugur maður var dæmdur í eins árs fangelsi í Héráðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að særa blygðunarsemi 12 ára pilts í biðskýli við Austurberg í Reykjavík og notfæra sér andlega annmarka 17 ára pilts í kynferðislegum tilgangi á gistiheimili við Flókagötu.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af manndrápsákæru

Tvítugur maður var sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var talinn hafa ekið bifreið sinni of hratt miðað við aðstæður og ekki gætt nægrar varúðar þegar árekstur við aðra bifreið olli banaslysi.

Innlent
Fréttamynd

Gætu orðið rasssíðir við að smala

Landeigendur á Norðausturlandi eru undrandi yfir kröfum ríkisins um þjóðlendur í fjórðungnum. Þeir töldu að stjórnvöld hefðu dregið einhvern lærdóm af nýlegum Hæstaréttardómi vegna jarðamála í uppsveitum Biskupstungna. Ríkið gerir kröfu um 95 prósent lands Brúar í Jökuldal. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

15 mánaða dómur fyrir kókaínsmygl

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi tvo karlmenn í dag í fimmtán mánaða fangelsi hvorn fyrir kókaínsmygl og fyrir að reyna að koma sér hjá því að greiða aðflutningsgjöld af hnefaleikabúnaði.

Innlent
Fréttamynd

Dómari kallaði dóminn fjarstæðu

Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi greiði manni 3,2 milljónir

Alþingi var í dag dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag til að greiða manni 3,2 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í júlí árið 2001 í bílageymslu í kjallara nýbyggingar þjónustuskála Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir fíkniefnainnflutning

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag konu á fertugsaldri í fimmtán mánaða fangelsi og 25 ára mann í tíu mánaða fangelsi vegna fíkniefnabrota sem þau frömdu í ágóðaskyni í febrúar á þessu ári. Til frádráttar dómunum kemur gæsluvarðhaldsvist beggja frá 12. til 20 febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Dómur fyrir stuld á 1031 krónu

25 ára gamall maður var í dag dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að stela matvörum að verðmæti 1031 króna í verslun 11-11 við Skúlagötu í ágúst síðastliðnum. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og því kom ekki til álita að skilorðsbinda refsinguna. Hinn ákærði var jafnframt dæmdur til að greiða allan sakarkostnað.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í 15 mánaða fangelsi

Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot, tilraun til fjársvika og fjársvik, þjófnað, hylmingar og vopnalagabrot. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað upp dóminn.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóm

Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir þremur mönnum fyrir að hafa kveikt í húsi við Suðurlandsbraut í Reykjavík í fyrrasumar og stefnt lífi þriggja íbúa í hættu. Mennirnir kveiktu í húsinu eftir að einn þeirra sparkaði gat á útidyrahurð og hellti þar inn tíu lítrum af bensíni.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir tvær líkamsárásir

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega þrítugan mann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Þá var maðurinn einnig dæmdur til greiðslu 260 þúsund króna sektar og ökuleyfissviptingar í þrjú fyrir að keyra ítrekað undir áhrifum áfengis.</font />

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í 15 mánaða fangelsi

Tvítugur karlmaður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tólf mánuðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Málsatvik eru þau að árásarmaðurinn stakk annan mann fjórum sinnum með hnífi, í áflogum utan við skemmtistaðinn Broadway, svo af hlutust fjögur 2-8 sentímetra djúp sár.

Innlent
Fréttamynd

Mistök við breytingu erfðafjárlaga

Sex systkin sleppa við að greiða tæpar sex milljónir króna í erfðafjárskatt eftir lát foreldra þeirra vegna mistaka við breytingu á erfðafjárlögum. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar en Héraðsdómur hafði áður komist að sömu niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Bætur vegna barnsláts fyrir dómi

Deilt er um upphæð bóta vegna barnsláts sem varð á Landspítala háskólasjúkrahúsi í nóvember 2002. Er málið nú fyrir héraðsdómi og gert er ráð fyrir að það verði fyrst tekið fyrir í þessum mánuði, að sögn Sigríðar Rutar Júlíusdóttur lögmanns foreldra barnsins.

Innlent
Fréttamynd

Dómur fyrir brot gegn 5 ára stúlku

Tuttugu og eins árs karlmaður var í morgun dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til sjö mánaða fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku. Telpan greindi frá því að maðurinn, sem er kærasti eldri systur hennar, hafi oftar en einu sinni nuddað og kysst kynfæri sín.

Innlent
Fréttamynd

Sló mann með bjórflösku

Hæstiréttur staðfesti þrjátíu daga fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni fyrir að hafa slegið annan mann í andlitið með bjórflösku. Sá sem varð fyrir árásinni missti framtönn.

Innlent