
Framhaldssagan
Að undanförnu hefur dunið yfir Frakka framhaldssaga, sem ég hygg þó að enginn hafi óskað eftir; það er sagan um hjónabandsmál forsetans, sem nú virðist lokið að sinni með skilnaði, hvert sem áframhaldið kann að verða. Þetta er í rauninni nýjung.