Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Skerðing launa ökumanna möguleg

Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari telur að laun allra Formúlu 1 ökumanna gætu lækkað fyrir næsta keppnistímabil. Ferrari er með launahæsta ökumanninn, Finnan Kimi Raikkönen. Talið er að hann sé með um 40 miljónir dala í árslaun hjá Ferrari.

Formúla 1
Fréttamynd

Loeb meistari meistaranna

Frakkinn Sebastian Loeb varð meistari meistaranna í keppni ökumanna á Wembley í dag. Hann vann David Coulthard 2-1 í úrslitum mótsins, þar sem keppt var í flokki einstaklinga og þjóða.

Formúla 1
Fréttamynd

Stjörnuslagur á Wembley í dag

Fjöldi þekkta kappakstursökumanna og nýkrýndir meistara í akstursíþróttum takast á í kappakstri í Wembley í dag. Meistaramót ökumanna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Formúla 1
Fréttamynd

Pastrana forfallast vegna meiðsla

Frægur bandarískur ökumaður, Travis Pastrana getur ekki keppt í meistaramóti ökumanna á Wembley á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann hlaut á mótorhjóli í vikunni. Pastrana er þekktur fyrir áhættusöm atriði á mótorhjólum, en hefur keppt í rallakstri í Bandaríkjunum að undanförnu.

Formúla 1
Fréttamynd

Slagur um sæti Torro Rosso

Tvö sæti er laust í Formúlu 1 á næsta ári. Bæði hjá Torro Rosso. Allt að því fimm ökumenn gætu verið í baráttunni um það.

Formúla 1
Fréttamynd

Wembley orðið að kappakstursvelli

Wembley er sögufrægt nafn í knattspynuheiminum, bæði nýji og gamli völlurinn eru heimsfræg fyrir fjölmarga landsleiki og úrslitaleiki. En í dag er búið að breyta grasinu í kappakstursvöll á nýja Wembley vellinum.

Formúla 1
Fréttamynd

Ólympíumeistari keppir við Hamilton á Wembley

Þrefaldur Olympíumeistari í hjólreiðum, Bretinn Chris Hoy mun prófa kappaksttursbrautina sem verið er að leggja á Wembley í dag, en hann mætir Lewis Hamilton á 670 hestafla Mercedes Benz í sýningaratriði í upphafi mótsins Race of Champions á sunnudag.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher hlakkar til meistaramótsins

Þjóðverjianum Michael Schumacher hlakkar til að takast á við marga af bestu ökumönnum heims á Wembley um næstu helgi. Frá því hann keppti í Formúlu 1 hefur hann tekið þátt í mótinu, sem kallast Race of Champions, auk þess að keppa í mótorhjólakappakstri annað slagið.

Formúla 1
Fréttamynd

Brotthvarf Honda öðrum viðvörun

David Richards fyrrum framkvæmdarstjóri BAR Honda liðsins segir brotthvarf Honda úr Formúlu 1 öðrum liðum viðvörun. Richards var á sínum tíma bolað frá starfi sínu og eftir það gekk hvorki né rak hjá BAR Honda sem breyttist í lið í eigu Honda.

Formúla 1
Fréttamynd

Bruno í kappakstur á Wembley

Boxararnir Frank Bruno, David Haye, Amir Khan og Enzo Maccarinelli mun aka á Wembley um næstu helgi þegar meistarakeppni ökumanna fer fram á malbikaðri samhliða braut.

Formúla 1
Fréttamynd

Honda að hætta á morgun?

Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld.

Formúla 1
Fréttamynd

Íslendingar fjölmenna á Wembley

Fjölmargir Íslendingar verða á keppni meistaranna á Wembley um aðra helgi, en þá keppa margir af bestu ökumönnum heims á malbikaðri samhliða braut. Meðal keppenda er Michael Schumacher og Lewis Hamilton verður með sérstakt sýningaratriði.

Formúla 1
Fréttamynd

Torro Rosso prófar Sato aftur

Japaninn Takuma Sato hefur verið kallaður til æfingar hjá Torro Rosso á ný. Það gæti bent til þess að hann fá annað af tveimur lausum sætum hjá liðinu á næsta ári.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton: Stefni ekki á met Schumachers

Það hefur farið lítið fyrir Lewis Hamilton síðan hann fagnaði titlinum með McLaren liðinu í Woking á dögunum. Hann hefur haldið sér í návígi við kærustuna og fjölskylduna og safnað kröftum.

Formúla 1
Fréttamynd

Bankamál vísir að Alonso fari til Ferrari

Santander bankinn spænski hyggst auglýsa hjá Ferrari frá árinu 2010 og margir spá í hvort það sé vísir af komu Fernando Alonso til Ferrari. Alonso er með samning við Renault til loka ársins 2010.

Formúla 1