Gagnrýni

Gagnrýni

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Fréttamynd

Útpælt og proggað popp

Skolli fín plata. Ein af þeim betri það sem af er árs. Maður fylgir hljómsveitinni í gegnum söguna og hvert margkaflaskipt lagið á fætur öðru. Lögin eru öll góð, þó að maður grípi þau misfljótt.

Gagnrýni
Fréttamynd

Fjölbreytt fullorðinspopp

Hljómsveitin Melchior starfaði upphaflega á áttunda áratugnum, en kom saman fyrir nokkrum árum og tók upp plötuna Melchior sem kom út fyrir þremur árum. Nú er sveitin búin að gera plötu númer tvö á þessu seinna skeiði og það er auðheyrt á laga- og textasmíðunum á Matur fyrir tvo að meðlimir hennar þjást ekki af skrifteppu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Buslað í barnalauginni

Gamanmyndin What to Expect When You're Expecting er byggð á gamalli amerískri óléttuhandbók og snertir á helstu flötum þess að ganga með barn og koma því í heiminn. Ágætis óléttugrín sem skilur þó alla eftir ósnortna.

Gagnrýni
Fréttamynd

Bætir, hressir og kætir

Franska gamanmyndin Intouchables segir frá smákrimmanum Driss sem gerist aðstoðarmaður lamaða auðmannsins Phillippe. Sá ríki er einmana en nokkuð brattur, harðneitar að láta vorkenna sér, er mikill menningarviti og fer bæði í óperuna og á málverkasýningar. Driss er hins vegar dóni og letihaugur, en með gott hjarta. Þrátt fyrir ólíka skapgerð og þjóðfélagsstöðu verða þeir hinir mestu mátar og eins og í öllum alvöru andstæðumyndum ná þeir á endanum að læra eilítið hvor af öðrum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Einfalt en margslungið

Þriðja plata Hildar Guðnadóttur fyrir Touch-útgáfuna er athyglisvert sambland af raftónlist og nýklassík. Á heildina litið er þetta mjög flott verk sem virkar best spilað á góðum styrk. Í senn einfalt og margslungið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Í hjarta veraldar

Besta bók Elísabetar. Einlægur og fallegur texti og knöpp ljóð með sterku myndmáli sem fara með lesandann í ferðalag inn í hjarta veraldar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Dáleiðandi lágtækni

Á hinu annars ruglingslega og óaðlaðandi Hlemmsvæði í Reykjavík, er hægt að njóta myndlistar í nokkrum mæli. Svæðið hefur enda í áratugi verið í nágrenni við merkar listastofnanir eins og Myndlista- og handíðaskólann – síðar Listaháskólann og Kjarvalsstaði, að ógleymdu Gallerí Hlemmi sem rekið var um nokkurt skeið við Hlemmtorgið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Tilfinningarík og persónuleg

Það var ólík sýn sem beið manns þegar maður gekk inn í Elborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið, heldur en á tónleikum Bryans Ferry um daginn eða á Hljómskálatónleikunum. Á sviðinu voru bara tveir stólar, eitt lítið borð með drykkjum á, þrír hljóðnemar og nokkrir litlir sviðshátalarar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Eins manns stórskotalið

Hljóðhnökrar og pirringur í upphafi viku fyrir samblandi af eldmóði og reynslu Costello. Frábærir tónleikar. Elvis var einn á sviðinu í hartnær þrjá klukkustundir og lagði allt sitt í giggið svo rann af honum svitinn, sem er alltaf jafn mikið ánægjuefni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Grúví danspopp

Hárdoktorinn Jón Atli og Gísli Galdur með flotta rafpoppplötu. Lögin eru misgóð og sums staðar mætti vera aðeins meiri kraftur, en á heildina litið er þetta samt mjög fín danspoppplata sem óhætt er að mæla með.

Gagnrýni
Fréttamynd

Alþjóðlegt fjölbragðapopp

Tónlist Kiriyama Family er mjög skemmtilegt sambland af tónlist ólíkra áhrifavalda, en í henni felst líka ný nálgun á viðfangsefnið. Þetta er tækifærissinnuð tónlist í bestu merkingu þess orðs. Ég er strax farinn að hlakka til að heyra meira!

Gagnrýni
Fréttamynd

Köld krumla fortíðarinnar

Dauði næturgalans er þriðja bókin sem fjallar um dönsku hjúkrunarkonuna Ninu Borg. Hún starfar í búðum fyrir flóttamenn í Kaupmannahöfn og fléttast inn í þeirra flækjur og fortíð. Nina er ágætlega uppbyggður karakter og hennar flókna sambandi við sjálfa sig og þörfina til að bjarga heiminum eru vel gerð skil í bókinni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Frændinn loks mættur

Prometheus er áhugaverð og kærkomin, sérstaklega ef bág staða vísindaskáldskapar nútímans er tekin með í reikninginn. Það er þó ekki sjálfgefið að ástríðufyllstu aðdáendur Alien-seríunnar taki þessum náskylda frænda opnum örmum, þó hans hafi verið beðið í ofvæni. Umgjörðin er glæsileg og andrúmsloftið þrælmagnað. Þess vegna á Prometheus skilið svo miklu vandaðra handrit.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sígildar vangaveltur

Myndlistarþáttur Listahátíðar í Reykjavík í ár heitir (I)ndependent People, eða Sjálfstætt fólk. Skírskotunin í Ísland, Íslendinga, íslenska þjóðarsál (er hún til?) og jafnvel íslenska pólitík samtímans er ekki víðsfjarri í íslenska heitinu, en í því enska er snúið upp á hugmyndina með því að taka I-ið í Independent út fyrir sviga, eða sjálfið tekið úr sjálfstæðinu. Þessar vangaveltur um sjálfið í samhengi við hópinn sem það tilheyrir, eða tilheyrir ekki, eru sígildar, en framsetningin í þessari sýningu er á margan hátt nútímaleg.

Gagnrýni
Fréttamynd

Fínir Hljómskálafélagar

Listahátíðardagskrá Hljómskálans í Hörpu tókst prýðilega. Á dagskránni voru ný og gömul lög og nokkur þeirra laga sem sérstaklega hafa verið samin fyrir sjónvarpsþættina. Tónleikarnir fóru rólega af stað og í byrjun var hljómburðurinn í salnum slæmur, a.m.k. þar sem ég sat á ellefta bekk. Maður hafði smá áhyggjur af því að þetta yrði sundurklippt og fullt af kynningum þar sem tónleikunum var sjónvarpað beint, en þær áhyggjur voru óþarfar; tónleikaformið var tekið fram yfir sjónvarpsþáttaformið og tónlistin fékk að hljóma án truflana.

Gagnrýni
Fréttamynd

Skemmtilegur trúðleikur

Leikrit Hallgríms H. Helgasonar um þessa tvo í raun einmana menn er sneisafullt af snjöllum tengingum og margt í samskiptum þeirra botnar í ýmsu sem gerst hefur hér á landi. Manni varð hugsað til margra þekktra tvíeykja í bókmenntum og bíómyndum, og hvernig annar nær valdi yfir hinum er sérlega vel gert. Skemmtilegur trúðaleikur, aðeins of lengi í gang, en sprenghlægilegur í lokin.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sviplaust og leiðinlegt

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Listahátíð var boðið upp á stórvirkið Rómeó og Júlíu eftir Berlioz. Því hefði betur verið sleppt. Litlaus túlkun hljómsveitarstjóra, drafandi kórsöngur og mistækir einsöngvarar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hugljúfur Hemingway

Hinn snjalli brúðulistamaður Bernd Ogrodnik hefur enn og aftur dottið niður á góða frásögn sem smellur að aðferðum hans við sína listsköpun. Í agnarlitlu þorpi á suðrænum slóðum hanga nokkur hvítkölkuð hús á sjávarkambi, fyrir utan er hafið endalaust, stórt og magnað. Inni í einu þessara litlu húsa býr hann, þessi maður sem leggst til atlögu við stóra og kannski stærsta fiskinn í sjónum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ekki eitt heldur fimm

Tónleikarnir voru haldnir af Duo Harpverk. Tvíeykið samanstendur af þeim Katie Buckley hörpuleikara og Frank Aarnink slagverksleikara. Þau fluttu verk eftir fimm tónskáld. Glæsilegur hljóðfæraleikur, verkin flest áhugaverð, en tónleikaskráin hroðvirknisleg.

Gagnrýni
Fréttamynd

Út í sólarlagið

Berglind María Tómasdóttir er óvanalegur flautuleikari. Hún er óhrædd við að gera tilraunir. "Ég er eyja“ nefndist margmiðlunargerningur eftir hana. Hann var fluttur á Listahátíð í Kaldalóni í Hörpu á laugardaginn.

Gagnrýni
Fréttamynd

Dásamlegur söngur

Einhverjir bestu ljóðatónleikar sem hér hafa verið haldnir. Strax á fyrstu tónunum var ljóst að þetta yrði skemmtileg stund. Prégardien hefur magnaða rödd. Tónar á háa og lága tónsviðinu voru jafnskýrir; allt tónsviðið var í einstöku jafnvægi. Svo var sviðsframkoman skemmtilega blátt áfram og laus við tilgerð.

Gagnrýni
Fréttamynd

Silkimjúkt og sefandi

Asonat er samstarfsverkefni tveggja vel þekktra íslenskra raftónlistarmanna, Jónasar Þórs Guðmundssonar og Fannars Ásgrímssonar. Jónas hefur mest notast við aukasjálfið Ruxpin, en Fannar er annar helmingur dúósins Plastic Joy. Ruxpin hefur gefið út nokkrar fínar plötur bæði hjá hérlendum og erlendum plötufyrirtækjum, síðast kom Where Do We Float From Here? sem bandaríska útgáfan n5MD gaf út árið 2009. n5MD gefur líka út tónlist Asonat.

Gagnrýni
Fréttamynd

Aftur til 1997

Svartklæddu mennirnir hafa engu gleymt. Þristurinn er skemmtileg viðbót við seríuna og er betri framhaldsmynd en önnur myndin. Will Smith er fæddur í sitt hlutverk og töffaraskapur Tommy Lee Jones hefur ekkert minnkað þó leikarinn sé nú á sjötugsaldri.

Gagnrýni
Fréttamynd

Firnagóður Ferry

Bryan Ferry heillaði troðfullan Eldborgarsal á sunnudagskvöldið. Ferry lék á alls oddi og sýndi að hann á nóg eftir. Á heildina litið firnagóðir tónleikar sem stóðust allar væntingar – og þær voru miklar!

Gagnrýni
Fréttamynd

Alltumlykjandi og áhrifarík

Sigur Rós tekur stóra beygju með rólegri og hrífandi plötu. Á heildina litið er Valtari fín plata. Hún kemur á óvart, hún er svolítið seintekin og hún krefst fullrar athygli hlustandans. Gefi maður henni sjéns uppsker maður hins vegar ríkulega.

Gagnrýni
Fréttamynd

Barsmíðar og bollukinnar

Aðdáendur órakaða ólátabelgsins Jason Statham verða himinlifandi, en realistar ættu að halda sig fjarri. Handritið kæmist vel fyrir handskrifað á glasamottu en tæknivinnan er vel úthugsuð og handalögmálin gríðarlega sannfærandi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Súrrealísk sumargjöf

Stórfín frumraun Tilbury, stappfull af grípandi popplögum og forvitnilegum textum. Tónlistinni mætti helst lýsa sem lágstemmdu indípoppi sem veit upp á hár hvaða áhrifum það vill ná fram. Áreynslulausri og grípandi en þó blessunarlega lausri við of augljósa "húkka".

Gagnrýni
Fréttamynd

Innan þægindarammans

Dark Shadows er nokkuð góð skemmtun sem skrifast að stórum hluta á Johnny Depp. Leikstjórinn Tim Burton gerði nokkrar frábærar myndir á fyrri hluta ferils síns en hefur undanfarin ár helgað sig óspennandi fjöldaframleiðslu. Samstarf hans við Depp og tónskáldið Danny Elfman er komið vel fram yfir síðasta söludag og satt að segja hafði ég efasemdir um að Burton hefði nokkuð fram að færa árið 2012.

Gagnrýni
Fréttamynd

Gengu af göflunum

Algerlega frábærir tónleikar. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur hafi orðið fyrir vonbrigðum. Eins og við var að búast gengu áheyrendurnir af göflunum. Undirritaður var þar á meðal. Við klöppuðum Volodos fram hvað eftir annað.

Gagnrýni
Fréttamynd

Starað í poppið

Hvað fór úrskeiðis hjá þessum hæfileikaríka grínara? Borat var ósmekkleg frá upphafi til enda en var þrátt fyrir það hryllilega fyndin. Brüno olli vissulega vonbrigðum en í The Dictator gengur ekkert upp. Sacha reynir að taka allt og alla í gegn. Ferill hans sem grínisti er næstur á dagskrá.

Gagnrýni