Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Perla Ösp nýr fram­kvæmda­stjóri Eflingar

Perla Ösp Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Perla Ösp á að baki ellefu ár sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum en sagði upp störfum hjá bankanum fyrir ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýir stjórnendur SKEL og Kristín Erla koma inn í stjórn Kaldalóns

Á hluthafafundi Kaldalóns síðar í vikunni, sem var boðað til að beiðni SKEL fjárfestingafélags, stærsta hlutahafans, verður stjórnarmönnum fasteignafélagsins fjölgað úr þremur í fimm. Nýráðnir stjórnendur SKEL, þeir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason og Magnús Ingi Einarsson, munu báðir koma inn í stjórn Kaldalóns en þeir hefja störf hjá fjárfestingafélaginu í byrjun júlí.

Innherji
Fréttamynd

Styrmir frá HR til N1

Styrmir Hjalti Haraldsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings á Orkusviði N1. Munu helstu verkefni hans þar snúa að greiningum á raforkumarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Huld skipuð í em­bætti for­stjóra Trygginga­stofnunar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað Huld Magnúsdóttur í embætti forstjóra Tryggingastofnunar frá og með 1. júní næstkomandi. Hún hefur síðustu ár starfað sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Hildur nýr formaður Kvenna í orkumálum

Hildur Harðardóttir, verkefnisstjóri á sviði Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, var kjörin formaður Kvenna í orkumálum á aðalfundi félagsins þann 5. maí. Hildur tekur við af Hörpu Pétursdóttur, stofnanda félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Benedikt Egill ráðinn framkvæmdastjóri LOGOS

Benedikt Egill Árnason, lögmaður og einn eigenda LOGOS lögmannsþjónustu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Tekur hann við af Þórólfi Jónssyni, lögmanni, sem hefur gegnt starfinu síðastliðin þrjú ár en mun nú einbeita sér alfarið að lögmannsstörfum hjá félaginu.

Klinkið