
Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., ritaði í dag bréf til starfsfólks þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni um að láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní næstkomandi. Hann er þó ekki sestur í helgan stein enda situr hann í stjórnum fjölda félaga, þar á meðal Samherja.