Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins. 11.4.2025 12:33
Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Matvælastofnun telur sig ekki hafa neinar forsendur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum hvað varðar fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í umtalaðri 11.500 fermetra grænni byggingu við Álfabakka 2a í Breiðholti. 11.4.2025 11:13
Alþingi komið í páskafrí Forseti Alþingis sendi þingmönnum, starfsfólki þingsins og fjölskyldum þeirra góðar páskakveðjur á þriðja tímanum í gær þegar Alþingi fór í páskafrí. 11.4.2025 10:12
„Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Formaður Afstöðu fagnar hröðum viðbrögðum heilbrigðisráðherra vegna ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Það sé tímaspursmál hvenær efnin rati í fangelsin og um leið skapist ástand sem erfitt verði að vinna úr. 11.4.2025 10:02
Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu í Reykholti í Biskupstungum í apríl í fyrra er lokið. Það kemur í hlut héraðssaksóknara að gefa út ákæru í málinu. 11.4.2025 07:02
Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Starfsmaður á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða íbúa á heimilinu 450 þúsund krónur í bætur. Starfsmaðurinn, kona á sjötugsaldri, sló íbúann, konu á ónefndum aldri, með lófa sínum þegar hún ók honum í hjólastól. 10.4.2025 16:54
Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Arna Magnea Danks, leikkona og grunnskólakennari, segist ekki hafa sakað neinn starfsmanna hjá hlaðvarpsveitunni Brotkastinu persónulega um líflát. Hún hafi verið að vísa til afmennsku sem eigi sér stað í hennar garð og annars trans fólks, meðal annars í þáttum Brotkastins en líka víðar, í athugasemdakerfinu á Facebook. 10.4.2025 14:21
Penninn leggst í miklar breytingar Kaffihúsi Pennans/Eymundsson á Skólavörðustíg hefur verið lokað, stokkað verður upp í fyrirkomulaginu í Austurstræti og 350 fermetra verslun opnuð á Selfossi með innanstokksmunum úr verslun á Laugavegi, sem verður lokað. Forstjóri Pennans segir fyrirtækið í sóknarhug. 10.4.2025 10:59
Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Breska hljómsveitin Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, kemur til Húsavíkur á föstudag til að taka upp sína eigin útgáfu af laginu Húsavík (My Hometown). 9.4.2025 15:35
Hinir grunuðu lausir úr einangrun Þrír karlmenn sem grunaðir eru um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp í máli karlmanns sem fannst illa úti leikinn í Gufunesi fyrir fjórum vikur losna úr einangrun í dag. Þeir sitja eftir sem áður í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar. 9.4.2025 15:04