Guðmundur Ingi segir af sér Guðmundur Ingi Kristinsson hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann mun halda áfram sem þingmaður Flokks fólksins. 8.1.2026 18:14
Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Fimmtán framboð bárust í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði en tveir bæjarfulltrúar etja þar kappi um oddvitasætið. 8.1.2026 17:52
Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Hið minnsta átta hafa í dag leitað í fjöldahjálparstöð sem Rauði krossinn opnaði í grunnskólanum Hofgarði í Öræfum á Suðausturlandi. Vegurinn á milli Skaftafells og Jökulsárlóns er lokaður vegna ófærðar. Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi. 8.1.2026 15:38
Þvag, saur og uppköst í klefum Samkvæmt nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis hafa sumir þeirra sem vistaðir eru á lögreglustöðinni á Hverfisgötu neyðst til að gera þarfir sínar í klefum sínum. Klefarnir eru ekki endilega þrifnir strax í kjölfarið. 7.1.2026 22:38
„Trúið ekki þessari áróðursvél“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kemur ICE, innflytjendaeftirliti Bandaríkjanna, til varnar eftir að fulltrúi ICE skaut í dag 37 ára bandarískan ríkisborgara til bana í Minneapolis í Minnesota. Ríkisstjóri Minnesota harmar atvikið en biðlar til íbúa að halda ró sinni, „bíta ekki á agnið“ og trúa ekki „áróðursvél“ Trump-stjórnarinnar. Ríkisstjórinn vill meina að aðgerðir ICE í borginni séu til þess fallnar að skapa óreiðu. 7.1.2026 22:25
Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Fulltrúi ICE, innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, skaut 37 ára konu til bana í Suður-Minneapolis í Minnesota í dag er hún sat á bak við stýri í bíl sínum. Í yfirlýsingu segir eftirlitið að fulltrúinn hafi óttast um líf sitt. „Drullið ykkur úr Minneapolis,“ segir borgarstjóri Minneapolis við ICE. Hvíta húsið kallar bæjarstjórann skítseiði. 7.1.2026 19:10
Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur staðfest að danskir og bandarískir erindrekar muni eiga fund saman í næstu viku um Grænland. Bandaríkjaforseti og þjóðaröryggisráð eigi í virku samtali um möguleg kaup á eyjunni. 7.1.2026 17:53
Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Ung kona sem sætt hefur einangrun nær óslitið frá því í september hefur meðal annars verið ákærð fyrir að ráðast á níu lögreglumenn og sjúkraflutningamann. Hún er einnig sögð hafa rispað bíl lögreglumanns. 7.1.2026 17:06
Tvennu vísað úr landi Erlendum karli og konu hefur verið vísað úr landi og bönnuð endurkoma að ósk Útlendingastofnunar með vísan til laga um allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Þau voru góðkunningjar lögreglunnar, segir í tilkynningu. 7.1.2026 16:10
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Drónar, njósnarar, tölvuárás, uppljóstrari í venesúelsku ríkisstjórninni, lóðlampar, og nær fullkomin eftirlíking af dvalarstað Nicolás Maduros komu við sögu við undirbúning hernaðaraðgerðarinnar sem Bandaríkjaher réðst í í höfuðborg Venesúela í fyrrinótt þar sem venesúelski forsetinn og forsetafrúin voru handsömuð. 4.1.2026 18:25