Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stór­gróða

Hafnarstjóri Faxaflóahafna gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir þrjár breytingar á skattheimtu af skemmtiferðaskipum. Áhrif breytinganna hafi ekki verið metin og þær geti hæglega orðið til þess að tekjur hins opinbera dragist saman. Þannig sé ráðherra öfugu megin á Laffer-kúrfunni svokölluðu.

Bein út­sending: Mót­mæla hand­töku Möggu Stínu

Félagið Ísland-Palestína boðaði til mótmæla við utanríkisráðuneytið klukkan 15. Mótmælendur krefjast þess að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraela á Miðjarðarhafi í nótt, þegar farið var um borð í skipið Conscience og áhöfn þess handtekin. Meðal hinna handteknu er tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína.

Ungir Sjálf­stæðis­menn vilja stöðva hælisveitingar

Samband ungra Sjálfstæðismanna samþykkti nýja stefnu og stjórnmálaályktun á sambandsþingi um liðna helgi. Þar kemur meðal annars fram að ungir Sjálfstæðismenn vilji að veiting hælis á Íslandi verið tímabundið stöðvuð. Þá hafna þeir kynhlutlausu máli.

Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fann sig knúna til að milda framsýna leiðsögn sína í yfirlýsingu sinni í morgun. Seðlabankastjóri segir öll merki benda til kólnunar í hagkerfinu.

Bein út­sending: Rök­styðja vaxtaákvörðunina

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri og staðgengill formanns peningastefnunefndar, kynna yfirlýsingu nefndarinnar klukkan 09:30. Beina útsendingu af kynningunni má sjá hér að neðan.

Ís­land undan­þegið stór­auknum verndar­tollum ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til stóraukna verndartolla á innflutning stáls. EES-ríkin Ísland, Noregur og Liecht­enst­ein eru undanþegin tollunum. Íslendingar framleiða ekki stál en hin ríkin tvö flytja lítilræði af stáli til Evrópusambandslanda.

Sjá meira