Forsetatíð George Weah senn á enda Joseph Boakai vann nauman sigur á forsetanum og knattspyrnumanninum fyrrverandi, George Weah, í síðari umferð forsetakosninganna í Líberíu sem fram fóru þarsíðustu helgi. Samkvæmt tölum frá landskjörstjórn hlaut Boakai 20.567 fleiri atkvæði en Weah. 21.11.2023 09:02
Starfsmaður hótels dæmdur fyrir að nauðga gesti með þroskahömlun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann, Philip Dugay Acob, í þriggja ára fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa nauðgað manni með þroskahömlun á hótelherbergi í október 2021. 21.11.2023 08:14
Hvöss sunnanátt með rigningu og gular viðvaranir Djúp lægð vestur við Grænland þokast nú norðaustur og veldur allhvassri eða hvassri sunnanátt með rigningu og talsverðri úrkomu syðra. Gular veðurviðvaranir vegna hvassviðris eru í eða taka gildi víða á landinu. 21.11.2023 07:19
Reikna með hviðum að 35 metrum á sekúndu Spáð er hvassri suðlæg átt í fyrramálið þar sem hviður geta náð 35 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll á austanverðu landinu. 20.11.2023 10:29
Leikari úr Línu langsokk látinn Sænski leikarinn Fredrik Ohlsson, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk föður Tomma og Önnu í þáttunum og kvikmyndunum um Línu Langsokk, er látinn. Hann varð 92 ára gamall. 20.11.2023 07:53
Vísa frá kæru Hreyfils í Hopp-máli Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað kæru leigubílastöðvarinnar Hreyfils á hendur Samkeppniseftirlitinu frá. Kæra Hreyfils sneri að bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins að Hreyfli sé óheimilt að banna eða hamla leigubílstjórum sem eru í þjónustu Hreyfils, að nýta sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. 20.11.2023 07:39
Hvessir í kvöld og má búast við stormi í fyrramálið Djúp lægð er nú við suðvesturhluta Grænland og mun hún nálgast Ísland smám saman í dag. Það verður því hægt vaxandi suðlæg átt á landinu fyrri parts dags og væta með köflum, en þurrt og bjart fyrir austan. 20.11.2023 07:08
Máli Jóns Páls gegn Víkingi Ólafsvík vísað frá Landsréttur hefur úrskurðað að vísa máli knattspyrnuþjálfarans Jóns Páls Pálmasonar gegn Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur frá héraðsdómi. Héraðsdómur hafði áður sýknað deildina af kröfu Jóns Páls, en hann hafði krafið félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta. 17.11.2023 15:06
Anita Brá nýr forstöðumaður hjá Advania Anita Brá Ingvadóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns þjónustuupplifunar, sem er nýtt svið innan Advania. 17.11.2023 12:41
Spá því að stýrivextir haldist óbreyttir Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunardegi næstkomandi miðvikudag. Stýrivextir eru nú 9,25 prósent, en peningastefnunefnd ákvað síðast að halda vöxtunum óbreyttum. 17.11.2023 08:28