„Við munum ekki eldast saman“ „Fyrsta tilfinningin var bara: „Nei, þetta getur ekki verið,“ segir Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður. Hann og unnusta hans, Sunna Kristín Hilmarsdóttir voru rétt byrjuð að búa sér til líf saman og stefndu á barneignir þegar Sunna Kristín var greind með ólæknandi krabbamein. 3.8.2024 07:00
„Ég var búinn að byrgja allt saman inni í mörg ár“ „Mér líður þúsund sinnum betur í dag en áður, og það er vegna þess að ég byrjaði að tala um hlutina,“ segir Pétur Elvar Sigurðsson en hann leitaði til Bjarmahlíðar fyrir fimm árum til að takast á við erfið mál úr fortíðinni. 29.7.2024 07:00
„Ég vildi óska að það væru fleiri konur í þessu starfi“ Þegar Guðríður Aðalbjörg Þorsteinsdóttir flutti til Horsens í Danmörku árið 2006 átti hún síst von á því að hún myndi enda sem leigubílstjóri- nánar tiltekið annar af tveimur kvenkyns leigubílstjórum sem starfa í bæjarfélaginu. 28.7.2024 10:11
„Þetta er ekki jafn svakalegt og maður ímyndar sér“ „Þetta var svo fallegt einhvern veginn, að vera í öðru landi og tengjast einhverjum,“segir Sigurbjörg Erna Halldórsdóttir. Bróðir hennar, Hlynur Halldórsson greindist með bráðahvítblæði árið 2018 og þurfti í kjölfarið að ganga í gegnum stofnfrumuskipti, þar sem blóð er sótt í beinmerg úr heilbrigðum einstaklingi og fært yfir í þann greinda. Það var úr að Sigurbjörg varð stofnfrumugjafi og tók þannig beinan þátt í krabbameinsmeðferð bróður síns. 27.7.2024 14:00
„Ég ætla ekki að þegja lengur“ „Það er nákvæmlega ekkert sem útskýrir minn heilsubrest annað en þessi eina sprauta sem ég fékk þann 25. febrúar árið 2021,“ segir Sigrún Ólöf Karlsdóttir. Í dag eru 307 tilkynningar inni á borði Lyfjastofnunar vegna mála þar sem grunur er um alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn COVID-19. Eitt af þeim er mál Sigrúnar Ólafar sem hefur fjórum sinnum fengið Covid-19. 25.7.2024 07:00
Örkumlaðist eftir slys en heldur fast í drauminn Líf Elínborgar Björnsdóttur umturnaðist eftir alvarlegt bílslys í janúar 2020. Afleiðingarnar voru þær að hún lamaðist algjörlega á vinstri hlið líkamans. Um það leyti sem hún lenti í slysinu hafði hún stundað pílukast í meira en tvo áratugi – og skarað fram úr auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari í sundi. 21.7.2024 11:05
„Hann var of klár fyrir lífið“ Þann 15. desember síðastliðinn fannst Hjalti Þór Ísleifsson látinn á heimili sínu í Zürich í Sviss. Þrátt fyrir að vera einungis 27 ára gamall hafði Hjalti afrekað ótrúlegustu hluti og þá ekki síst innan stærðfræðiheimsins þar sem hann vann til verðlauna í alþjóðlegum keppnum og vakti mikla eftirtekt. Hann var við það að ljúka doktorsnámi í stærðfræði og stefndi hátt í lífinu. Andlát hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. 20.7.2024 08:00
„Hann er fullkominn eins og hann er“ „Það hefur reynst mér best að vera bara í núinu og ekki hugsa fram í tímann, heldur einblína bara á daginn í dag,“ segir Elísabet Green Guðmundsdóttir. Sonur hennar Huginn Ragnar er einn af örfáum einstaklingum hér á landi sem greinst hafa með Cornelia de Lange, sjaldgæft heilkenni og eru einkenni hans helst vaxtarskerðing og seinkun í þroska. 15.7.2024 10:01
Fræðir áhugasama um mannát „Það virðist vera algengt að það sem vekur hjá okkur óhug er á sama tíma eitthvað svo spennandi,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur. Í október næstkomandi mun hún leiða námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og viðfangsefnið er vægast sagt óvenjulegt: mannát. 14.7.2024 11:00
Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku 33 ára íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Danmörku fyrir líkamárás á unnustu sína. 13.7.2024 11:00