Fékk tíma til að stoppa og hafði þá þörf fyrir að tjá sig frá sínu eigin hjarta „Mér finnst ótrúlega gaman að vera búin að koma þessu út. Listin verður aldrei raunveruleg fyrr en hún fær að spegla sig á samfélagið einhvern veginn. Annars er þetta bara inni í hausnum á mér“, segir leikkonan Snæfríður Ingvarsdóttir, sem var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Lilies. Blaðamaður tók púlsinn á henni. 15.3.2023 11:30
„Maður er eins og guð í smá stund“ Tónlistarkonan og leikkonan Elín Hall skaust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2015 þegar hún tók þátt í Söngvakeppninni aðeins sextán ára gömul. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá hjá Elínu, sem leikur meðal annars í sýningunni Níu líf í Borgarleikhúsinu og hefur gefið út sóló plötu. Elín Hall er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 15.3.2023 08:01
„Ekkert erfitt við tónlist nema að fá pening fyrir hana“ Hljómsveitin Kvikindi samanstendur af Brynhildi Karlsdóttur, Friðriki Margrétar-Guðmundssyni og Valgeiri Skorra Vernharðssyni. Með tónlist sinni leggja þau upp úr því að koma fólki til að dansa í gegnum tárin, finna stelpulegu hliðina og elska meira en tónlistin hefur alltaf verið hluti af þeirra lífi. Kvikindi eru tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 14.3.2023 16:02
„Maður átti helst ekkert að tala um aldurinn sinn“ Tónlistarkonan og leikkonan Silja Rós er að eigin sögn orkumikil tilfinningavera sem lifir fyrir að skapa list. Það kom snemma í ljós hvert stefndi þar sem hún var syngjandi allan daginn sem barn og henni líður hvergi betur en á sviðinu. Silja Rós er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 14.3.2023 08:01
„Algjör draumur að geta unnið við það sem ég elska“ Tónlistarkonan Una Torfadóttir ber marga hatta og segist fyrst og fremst vera stemningskona. Hún hefur verið í kringum tónlist allt sitt líf og segir algjöran draum að geta nú unnið við það sem hún elskar. Una Torfa er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 13.3.2023 16:01
„Það er ekkert plan B“ Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 13.3.2023 08:01
Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. 13.3.2023 04:08
Óskarsvaktin 2023 Óskarsverðlaunin fara fram í kvöld í Dolby leikhúsinu þar sem allar skærustu stjörnur kvikmyndaheimsins koma saman og vonast eftir því að fara heim með gullstyttu. Dóra Júlía og Kristín Ólafsdóttir ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er svo að lýsa hátíðinni í beinni á Stöð 2. 12.3.2023 22:01
Hvetur stráka til að hugsa vel um útlitið Tónlistarmaðurinn Patrik var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Prettyboytjokkó, fyrir rúmri viku síðan en lagið er komið í fjórtánda sæti Íslenska listans á FM. Blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá laginu. 11.3.2023 17:01
„Engin ein rétt leið til að vera smart“ Margrét Mist Tindsdóttir, jafnan þekkt sem Maja Mist, lifir og hrærist í tískuheiminum en hún starfar nú sem markaðsstjóri hjá Húrra Reykjavík eftir nokkur ár í tískubransanum í Kaupmannahöfn. Henni hefur alltaf þótt skemmtilegt að klæðast kjólum og pilsum og finnst fjölbreytileikinn það skemmtilegasta við tískuna. Maja Mist er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11.3.2023 11:30