Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Undirmeðvitundin ræður loka útlitinu

Sýning frönsku listakonunnar Claire Paugam, Anywhere but Here, var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar 11. febrúar síðastliðinn. Næstkomandi laugardag, þann 26. febrúar, mun Claire verða með listamannaspjall á sýningunni klukkan 14:00-15:00. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Afbyggir hugmyndir um fullkomnun í gegnum listina

Hildur Ása Henrýsdóttir opnaði einkasýninguna Marga hildi háð í Gallery Port á dögunum. Linda Toivio er sýningarstjóri og mun sýningin standa til þriðja mars næstkomandi.

Frumsýnir enska útgáfu myndbands í Söngvakeppninni: „Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi“

Haffi Haff ákvað að fara alla leið í gleðinni sem fylgir Eurovision-keppninni og fór sjálfur í gerð myndbanda við bæði íslensku og ensku útgáfuna af laginu sem hann flytur í undankeppninni, Gía eða Volcano á ensku. Í dag frumsýnir Lífið á Vísi myndband við ensku útgáfu lagsins, Volcano. Það er þó nokkuð ólíkt íslensku útgáfunni sem frumsýnt var hér á Vísi fyrir tveimur vikum.

Beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika

Gjörningaklúbburinn stendur fyrir sýningunni Seiglu í NORR11 á Hverfisgötu. Sýningin mun standa til fyrsta mars næstkomandi og er unnin í samvinnu við Listval. 

Friðrik Dór nálgast toppinn

Íslenski listinn fór fram á FM957 fyrr í dag þar sem nokkur glæný lög blönduðust við þau vinsælustu um þessar mundir.

„Lífið er of stutt fyrir vondan mat“

Aldís Amah Hamilton er leikkona, hundamamma, vegan áhugakokkur og lífskúnstner sem fór með aðalhlutverk í spennuþáttunum Svartir Sandar sem sýndir voru á Stöð 2. Ásamt því að vinna við það sem hún elskar er hún dugleg að hlusta á hlaðvörp um morðingja, spila PS4 og ýmislegt fleira. Aldís Amah er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

„Horfið á Fávita með ömmu ykkar“

Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Ásamt því að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár er Sólborg að fara af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni í dag.

Sjá meira