

Fréttamaður
Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.
Brynhildur Þorbjarnardóttir og Heiðrún Mjöll Jóhannesdóttir eiga einstaka vináttu og hafa báðar brennandi áhuga á víni. Eftir sameiginlega lífsreynslu áttuðu þær sig á því að það var óumflýjanlegt fyrir þær að verða vinkonur og ákváðu þær í kjölfarið að stofna fyrirtæki saman sem sérhæfir sig í vínkynningum. Blaðamaður ræddi við þetta tvíeyki og fékk að heyra nánar frá.
„Þetta er algjör draumur að rætast,“ segir Lilja Birgisdóttir, einn af stofnendum ilmverslunarinnar Fischersunds. Hún og hennar teymi fögnuðu tískuvikunni í París á dögunum í virtu versluninni Dover Street parfums market þar sem ilmvötn Fischersunds fóru í sölu.
Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner kom tískusýningargestum á óvart í gær þegar hún lokaði sýningu franska tískuhússins Coperni með stæl. Kylie gekk tískupallinn síðust allra, rokkaði svartan galakjól og minnti á illgjarna Disney drottningu.
Bananar og hetjur hafa tekið yfir veggi vinsæla veitingastaðarins Brút en þar opnaði einstök listasýning um síðustu helgi í samstarfi við Gallery Port og David Molesky. Margt var um manninn og fólk gæddi sér meðal annars á banönum meðan það skoðaði bananalistina gaumgæfilega.
Vísindakonan og ofurskvísan Áshildur Friðriksdóttir er 28 ára gömul og stundar doktorsnám í hinum eftirsótta og virta háskóla Stanford í Kaliforníu. Hún sér framtíðina fyrst og fremst fyrir sér á rannsóknarstofunni að skoða kristalbyggingar í smásjánni. Samhliða því hefur hún mikla ástríðu fyrir tísku og hætti í listaháskólanum Parsons í New York til þess að færa sig yfir í verkfræðina.
Stórstjarnan Britney Spears deildi á dögunum afar óheppilegu atviki sem hún lenti í fyrr á árinu þar sem hún endaði á að missa hluta af hári sínu, augnhárum og augabrúnum.
Ofurtvíburarnir Laufey Lin og Júnía Lin eru miklir heimsborgarar og stöðugt á faraldsfæti. Laufey kláraði nýverið langt tónleikaferðalag með síðasta stoppi á stórri tónlistarhátíð í Maryland og fagnaði með því að fljúga til höfuðborgar hátískunnar og hitta systur sína á tískuviku í París.
Myndlistarkonan Ynja Blær opnaði sína fyrstu einkasýningu í Listval síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn og stórstjarnan Bríet, góð vinkona Ynju, lét sig ekki vanta.
Danskennarinn og lífskúnstnerinn Berglind Jónsdóttir er nýkomin heim úr ævintýralegri og einstakri ferð til Búlgaríu þar sem hún fór með hóp kvenna sem eiga það sameiginlegt að vera allar yfir fimmtugt og elska að dansa. Konurnar sýndu atriði á stórri danshátíð og var þetta að sögn Berglindar ógleymanleg upplifun.
Íslensku stjörnurnar Bríet og Birnir voru að senda frá sér tónlistarstuttmynd sem var jafnframt opnunarmynd á hátíðinni RIFF í ár. Erlendur Sveinsson er leikstjóri myndarinnar en blaðamaður ræddi við hann um verkefnið.