Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ævarandi leit að réttu stemningunni

„Þetta er kærulaus tónlist um hversdagsleg málefni. Um sápukúludiskótek og sangríu. Um þjóðarsálina, íslenska sumarið og hina eilífu leit að réttu stemningunni,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson um lagið Andalúsía sem hljómsveit hans JónFrí var að senda frá sér.

„Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“

Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Mikil­vægt að mynd­list geti líka verið ó­geðs­leg“

„Mér finnst gaman að kveikja á alls konar tilfinningum hjá áhorfendum. Mér finnst líka gaman að taka eitthvað sem mér finnst ógeðslegt eins og köngulær og ég reyni alltaf að gera þær girnilegri en þær eru í raun,“ segir myndlistarkonan Helena Margrét Jónsdóttir opnar einkasýningu í D sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá.

Loka­slagurinn við að taka aftur völdin eftir kyn­ferðis­of­beldi

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Freedom eftir tónlistarkonuna Þórunni Sölku. Lagið fjallar um kynferðisofbeldi sem Þórunn Salka varð fyrir árið 2020 og í tónlistarmyndbandinu klæðist hún svipuðum fatnaði og kvöldið sem atvikið átti sér stað.

Íslensku lögin í meirihluta

Efstu sex lög Íslenska listans á FM eru íslensk í þessari viku en listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag. Herra Hnetusmjör trónir á toppi listans aðra vikuna í röð með nýjasta lagið sitt All In, Iceguys sitja í öðru sæti með lagið Rúlletta og Patrik hækkar sig upp í þriðja sæti ásamt Luigi með lagið Skína.

„Sjálfs­traustið er aðal hrá­efnið“

Fatahönnuðurinn Ástrós Lena hefur með árunum orðið öruggari með fataval sitt og eftir að hún flutti til Danmerkur í nám fór hún að verða óhræddari við að prófa sig áfram. Hún segist oftar en ekki verið of sein eitthvert sökum fatakrísu en getur alltaf treyst á hjálp vinkvenna sinna ef hún veit ekki hvaða fötum hún á að klæðast. Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Sjá meira