
Félagsfræðiprófessor dregur upp svarta mynd af þróun samfélagsins
Viðar Halldórsson, prófessor i félagsfræði við Háskóla Íslands telur samfélagið vera á slæmri vegferð og að grafið hafi verið undan félagslegu heilbrigði þess. Aukinn einmanaleiki, kvíði, kulnun og misskipting séu til marks um þetta sem og vaxandi skautun.