Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sig­mundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður meðal þátttakenda í pallborðsumræðum ásamt öðrum fulltrúum evrópskra hægri-íhaldsflokka í Róm á Ítalíu í kvöld. Í pallborðinu verður einnig Kemi Badenoch, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, auk annarra, en Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi Bræðralags Ítalíu, er gestgjafi viðburðarins.

Lauf­ey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum

Laufey Rún Ketilsdóttir hefur látið af störfum fyrir þingflokk Miðflokksins. Laufey hóf störf fyrir þingflokkinn í október í fyrra en þar áður gegndi hún starfi upplýsingafulltrúa Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Páll Winkel meðal um­sækj­enda um em­bætti ráðu­neytis­stjóra

Fangelsismálastjóri í leyfi, háskólaprófessor og fjórir stjórnendur eru meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Sex umsóknir bárust um embættið en staðan var auglýst laus til umsóknar þann 25. nóvember síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út þann 10 desember.

Stað­setning Ís­lands „hernaðar­lega mjög mikil­væg“

Allsherjarvarnir og öryggisviðbúnaður voru ofarlega á baugi þegar forsætisnefnd Norðurlandaráðs hittist á fundi á Íslandi fyrr í þessari viku. Nefndin heimsótti meðal annars varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og kynnti sér varnarsamstarf Íslands við bandalagsríki. Fulltrúi Íslands í nefndinni segir staðsetningu Íslands mikilvæga í hernaðarlegu tilliti og því hafi mikla þýðingu að fundur nefndarinnar hafi farið fram hér á landi.

325 milljónir í næsta á­fanga LED-ljósavæðingar í Reykja­vík

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær beiðni umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um að heimila útboð í framkvæmdir vegna LED-ljósavæðingar og endurnýjunar gatnalýsingar fyrir næsta ár. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er 325 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin muni borga sig upp á nokkrum árum þar sem nýtt ljósakerfi verði ódýrara í rekstri.

Stór á­fangi Borgarlínu af­greiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu

Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýsa tillögu að nýju deiluskipulagi vegna Borgarlínu og hefur málinu verið vísað til borgarráðs. Um er að ræða breytingu sem varðar stóran hluta af fyrsta áfanga Borgarlínu sem snýr að skipulagi við Suðurlandsbraut frá Skeiðarvogi að Lágmúla. Tillagan hefur verið umdeild en borgarfulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lýstu hörðum mótmælum við áformin í bókunum við afgreiðslu málsins í ráðinu.

Styrkirnir ekki aug­lýstir: Segir Mið­flokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina

Utanríkisráðherra segir eðlilegt að þær hreyfingar sem fyrir eru á fleti fái styrk til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Styrkirnir voru ekki auglýstir til úthlutunar en Evrópuhreyfingin og Heimssýn fá tíu milljónir hvor um sig í þágu umræðu um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við sambandið. Þingmaður Miðflokksins krafði ráðherra svara um ferlið vegna styrkveitinganna og gaf í skyn að stofnanir ESB hafi reynt að hafa afskipti af innanríkismálum Íslands. Ráðherra brást við með því að segja Miðflokkinn óttast þjóðina og haldna „hysteríu“ um ESB.

„Stóra-Hraun mun rísa“

Vinna stendur enn yfir við undirbúning vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar nýs fangelsis að Stóra-Hrauni og er útboð vegna jarðvegsvinnu væntanlegt. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir afstöðu sína algjörlega óbreytta hvað varðar uppbyggingu fangelsisins. Hins vegar taki verkefni af þessum toga töluverðan tíma og hún hafi staldrað við þann mikla kostnað sem fyrri ríkisstjórn hafi gert ráð fyrir að færi í verkefnið og því hafi hún viljað láta skoða hvernig mætti ná kostnaði niður.

Helmingur ríkis­stofnana hafi stytt opnunar­tíma

Síðan samið var um styttingu vinnuvikunnar fyrir sex árum hefur um helmingur ríkisstofnana stytt opnunartíma sinn. Algengast er að opnunartíminn hafi verið styttur um tvær klukkustundir, úr átta í sex, í þeim tilfellum sem það hefur verið gert. Þá hefur opnunartími haldist óbreyttur hjá rúmum þriðjungi stofnana ríkisins en þrettán prósent þeirra hafa lengt opnunartíma sinn.

Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu

Dönsk stjórnvöld hafa með stuðningi breiðs meirihluta danska þingsins gert samkomulag um fjárhæð bótagreiðslu til grænlenskra kvenna sem fengu setta upp getnaðarvarnalykkju gegn vilja sínum og vitund á árunum 1960 til 1991. Gert er ráð fyrir að um 4500 konur sem málið nær til geti sótt um bætur frá danska ríkinu sem nema um sex milljónum íslenskra króna.

Sjá meira