Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Alþingi hefur framlengt skilafrest vegna hugmyndasöfnunar sem efnt hefur verið til í tilefni af 1100 ára afmælis Alþingis árið 2030. Almenningi gefst þannig tækifæri í viku í viðbót, eða til föstudagsins 23. janúar næstkomandi, til að senda inn hugmyndir og tillögur að því hvernig megi fagna afmælinu eftir fjögur ár. 16.1.2026 08:54
Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir misnotkun valds, hindrun framgangs réttvísinnar og fyrir skjalafals í tengslum við misheppnaða tilraun hans til að setja á herlög í landinu árið 2024. Um er að ræða fyrstu dómsuppkvaðninguna yfir forsetanum fyrrverandi, en hann gæti átt yfir höfði sér enn frekari refsingu, jafnvel dauðarefsingu, þar sem enn á eftir að kveða upp úrskurði í þremur málum til viðbótar sem tengjast embættisfærslum forsetans. 16.1.2026 08:00
„Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í gær að ef Bandaríkin virtu ekki yfirráðarétt Danmerkur yfir Grænlandi og sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga yrði nýskipaður starfshópur um framtíð Grænlands líklega skammlífur. 16.1.2026 07:39
Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Á átta ára tímabili, frá 2018 til 2025, hafa fimm ráðuneyti og undirstofnanir þeirra samtals varið rúmum 350 milljónum í kostnað vegna starfslokasamninga. 16.1.2026 07:01
Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Að óbreyttu verður rekstri Heilsuleikskólans Ársólar hætt í sumar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp leigusamningi vegna húsnæðis sem hýst hefur starfsemi leikskólans við Völundarhús í Grafarvogi. Foreldrar barna á leikskólanum lýsa miklum áhyggjum og „algjöru áfalli“ enda hafi ríkt almenn ánægja með starfsemi leikskólans og ekki hlaupið að því að fá nýtt leikskólapláss. Pláss er fyrir 54 börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára á leikskólanum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans. 15.1.2026 19:02
Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. 15.1.2026 17:04
Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallar eftir svörum frá innviðaráðherra um strætisvagna á Íslandi frá kínverska framleiðandanum Yutong. Fyrirspurnina leggur Þórdís fyrir ráðherrann á Alþingi, í framhaldi af fréttum frá Norðurlöndum þar sem bent hefur verið á möguleika þess að framleiðandinn kínverski gæti haft áhrif á virkni vagnanna með rafrænum hætti. Þórdís vill vita hversu margir vagnar frá framleiðendanum eru í umferð hjá hinu opinbera og hvort stjórnvöld hér á landi hafi með einhverjum hætti brugðist við. 15.1.2026 16:02
Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Formaður Landssamtaka Grænlendinga í Danmörku hvetur Íslendinga og aðra sem búsettir eru í Danmörku til að sýna samstöðu með Grænlendingum í verki með því að mæta á samstöðumótmæli sem skipulögð hafa verið víðsvegar um Danmörku á laugardaginn. Hún segir Grænlendinga þurfa á andlegri fyrstu hjálp að halda í ljósi málflutnings Bandaríkjaforseta um að vilja eignast landið, með einum eða öðrum hætti. 14.1.2026 22:43
Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Maður á fertugsaldri, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í lok síðustu viku, er á batavegi. Tveir menn sitja í gæsluvarhaldi vegna málsins sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 14.1.2026 22:15
Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sölu og dreifingu áfengis í húsnæði í Kópavogi á mánudaginn. Þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu á vettvangi vegna málsins og færðir á lögreglustöð, en síðan sleppt að loknum yfirheyrslum. 14.1.2026 19:30