Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Það varð al­gjör sprenging“

Yfirgnæfandi meirihluti umsækjenda um ný skilríki hafa óskað eftir að sækja þau í Hagkaup í Skeifunni eftir að opnað var á þann möguleika í gær. Kostnaður Þjóðskrár vegna þjónustusamnings við verslunina nemur kostnaði við eitt stöðugildi og þurfti verkefnið ekki að fara í útboð.

Frægð ekki á­vísun á frama í pólitík

Það að vera þjóðþekktur er ekki endilega ávísun á árangur í stjórnmálum segir almannatengill. Óvenju margir frægir hafa lýst áhuga á að komast á Alþingi og enn bætist í hópinn.

„Ég hef al­veg trú á að við komumst í gegnum þetta“

Meðferðarrýmum á Stuðlum fækkar úr sex í fjögur þegar starfsemi hefst að nýju á næstu dögum. Allir verkferlar verða yfirfarnir í kjölfar eldsvoða sem þar varð um helgina. Staðan er bæði þung og erfið segir framkvæmdastjóri.

Leitað að sex ung­mennum um helgina og eitt enn týnt

Lögreglu bárust sjö leitarbeiðnir vegna sex týndra ungmenna undir átján ára aldri um helgina. Tvö þeirra höfðu strokið að heiman eftir að hafa verið keyrð heim af Stuðlum í kjölfar brunans þar um helgina, annars vegar fimmtán ára piltur sem kom í leitirnar fyrr í dag eftir að hafa verið týndur í tvo sólarhringa og hins vegar unglingur á svipuðum aldri sem enn er leitað.

Gaf sig fram við lög­reglu blautur og kaldur eftir tvo daga á ver­gangi

Fimmtán ára piltur sem strauk að heiman skömmu eftir að hafa verið keyrður heim af Stuðlum í kjölfar eldsvoða um helgina er kominn í leitirnar. Drengurinn gaf sig sjálfur fram við lögreglu upp úr hádegi í dag. Hans var saknað í tvo sólarhringa áður en hann kom í leitirnar, blautur og kaldur eftir að vera úti á vergangi. Þetta segir móðir drengsins í samtali við fréttastofu.

Her af iðnaðar­mönnum við fram­kvæmdir á Stuðlum

Vonast er til að starfsemi geti hafist að nýju á Stuðlum á allra næstu dögum eftir eldsvoða um helgina. Miklar framkvæmdir standa yfir í húsnæðinu en rannsókn lögreglu á tildrögum brunans stendur enn yfir.

Sjálf­stæðis­menn keppast um sætin: „Ég las Morgun­blaðið eins og aðrir“

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, hyggst ekki láta það trufla sig ef varaformaður flokksins sækist eftir sæti á lista í sama kjördæmi. Þá íhugar Teitur Björn Einarsson þingmaður hvort hann muni sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem hefur verið orðuð við framboð fyrir flokkinn segist ekki vera á leið í landsmálin.

Hall­dóra vill vera á­fram á þingi

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur.

Stefnir á að sækjast eftir em­bætti rektors

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar.

Sjá meira