Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Trúir því ekki að vor­sýningin hafi verið sú síðasta

Vorsýning Listdansskóla Íslands fór fram í kvöld í skugga uppsagna kennara skólans og óvissu um framtíð hans. Skilaboð skólastjórans til stjórnvalda eru einföld: „Eigum við ekki bara að laga þetta í eitt skpti fyrir öll?“

Hamstraeigendur hamstra DETOLF skápinn

Nokkuð hefur borið á því að hamstraeigendur hamstri IKEA húsgögn og nýti sem búr fyrir dýrin. Nagdýrasérfræðingur segir þrettán þúsund króna DETOLF skápinn vinsælastan, en hún óttast framtíð dýrsins sem sé að hluta til í útrýmingarhættu.

Börn veðji á sína eigin leiki

Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum.

Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega

Tæplega fjörutíu prósent karla á aldrinum 18 til 24 ára notuðu nikótínpúða daglega á síðasta ári og hefur þeim fjölgað mikið á milli ára. Tannlæknir hefur áhyggjur af hraðri þróun og segir að hægt sé að gera betur í forvörnum. Dæmi séu um að fólk sofi með nikótínpúða uppi í sér.

Guð­mundur rekinn

Guðmundur Elís Sigurvinsson mun ekki starfa áfram á Grímsnesi GK-555 eftir að fimmtán ára stúlka fannst um borð. Skipstjórinn segist hafa rekið hann í gærkvöldi. Guðmundur á sögu um gróft ofbeldi en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær.

Guð­mundi sleppt eftir skýrslu­töku í gær

Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum.

„Mér finnst þetta bara ó­á­byrgt“

Kona sem fyrir þremur árum fór í blóðmælingu hjá Greenfit segir óábyrgt að starfsmenn fyrirtækisins greini fólk með forstig sjúkdóma líkt og raunin var í hennar tilfelli. Hún segir að á engum tímapunkti hafi henni verið ráðlagt að leita til læknis.

„Ó­þægi­legt þegar eitt­hvað svona gerist ná­lægt manni“

Íslenskur námsmaður sem býr í næsta nágrenni við skotárásina sem varð þremur níu ára börnum að bana í Nashville í gær segir atburðinn skelfilegan. Hún segist nær alltaf vör um sig í skólanum vegna þess hversu skotárásir séu algengar í Bandaríkjunum. Við vörum við myndefni sem fylgir þessari frétt.

Ekki út­lit fyrir að rýmingum verði af­létt næstu daga

Ekki er útlit fyrir að rýmingum verði aflétt á næstunni en rýmingar í Neskaupstað, Seyðisfirði og á Eskifirði eru enn í gildi. Mikil snjóflóðahætta er enn á svæðinu og því útlit fyrir að rýmingar haldi næstu daga. Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt. 

Sjá meira