Ekki útlit fyrir að rýmingum verði aflétt næstu daga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2023 12:07 Víðir Reynisson hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. vísir/vilhelm Ekki er útlit fyrir að rýmingum verði aflétt á næstunni en rýmingar í Neskaupstað, Seyðisfirði og á Eskifirði eru enn í gildi. Mikil snjóflóðahætta er enn á svæðinu og því útlit fyrir að rýmingar haldi næstu daga. Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt. „Staðan er þannig að það er enn mikil snjóflóðahætta á Austurlandi. Sérstaklega í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði þannig rýmingum verður að mestu leyti haldið óbreytt áfram. Það verður endurmetið aftur reglulega en það er þó ekkert í kortunum sem við sjáum annað en að þetta verði svona jafnvel næstu daga því annað kvöld kemur aftur inn vont veður með meiri snjókomu þannig það er því miður staðan núna,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Að neðan má sjá myndir af björgunaraðgerðum í Neskaupstað í gær. Eina svæðið þar sem rýmingu hefur verið aflétt er svæði átján í Neskaupstað. „En það er eini staðurinn sem er talið óhætt að fara í afléttingu á rýmingu en aðrir staðir á Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði verða áfram í rýmingu eins og var sett á í gær.“ Í fréttinni hér að neðan er nánar tilgreint hvaða hús tilheyra svæðinu: Óþægilegt að komast ekki heim í einhverja daga Víðir hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. Staðan sé reglulega endurmetin. „Þetta er örugglega mjög óþægilegt að þurfa að yfirgefa heimili sitt og geta ekki farið þangað aftur í jafnvel einhverja daga. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir alla.“ Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt, en alls hafa 429 leitað þangað eftir að hún var opnuð. Fjöldahjálparstöðinni á Seyðisfirði var lokað í gærkvöld eftir að allir voru farnir. Enginn gisti þar í nótt en alls komu sextíu þangað í gær. Þá leituðu 75 í fjöldahjálparstöðina á Eskifirði. Reyna að flytja birgðir milli svæða Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem staðfest voru í gær. Þetta segja sérfræðingar Veðurstofunnar en snjóathugunarmenn skoða nú aðstæður fyrir austan Víðir segir að snjómokstursmenn reyni nú að ryðja sér frá Egilsstöðum og yfir Fagradal til að koma birgðum á milli svæða áður en slæmt veður skellur á. Einnig sé unnið að því að ryðja veginn frá Eskifirði og í Neskaupstað, en slíkt getur tekið fjóra til fimm klukkutíma. „En þetta er snúið því það er enn mikil snjóflóðahætta og það er á nokkrum stöðum á þjóðveginum snjóflóðahætta þannig það er ekki víst að opnað verði fyrir almenna umferð um þetta svæði í dag.“ Varðskipið Þór kom til Eskifjarðar í nótt.Hreggviður Sigurþórsson Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
„Staðan er þannig að það er enn mikil snjóflóðahætta á Austurlandi. Sérstaklega í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði þannig rýmingum verður að mestu leyti haldið óbreytt áfram. Það verður endurmetið aftur reglulega en það er þó ekkert í kortunum sem við sjáum annað en að þetta verði svona jafnvel næstu daga því annað kvöld kemur aftur inn vont veður með meiri snjókomu þannig það er því miður staðan núna,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Að neðan má sjá myndir af björgunaraðgerðum í Neskaupstað í gær. Eina svæðið þar sem rýmingu hefur verið aflétt er svæði átján í Neskaupstað. „En það er eini staðurinn sem er talið óhætt að fara í afléttingu á rýmingu en aðrir staðir á Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði verða áfram í rýmingu eins og var sett á í gær.“ Í fréttinni hér að neðan er nánar tilgreint hvaða hús tilheyra svæðinu: Óþægilegt að komast ekki heim í einhverja daga Víðir hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. Staðan sé reglulega endurmetin. „Þetta er örugglega mjög óþægilegt að þurfa að yfirgefa heimili sitt og geta ekki farið þangað aftur í jafnvel einhverja daga. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir alla.“ Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt, en alls hafa 429 leitað þangað eftir að hún var opnuð. Fjöldahjálparstöðinni á Seyðisfirði var lokað í gærkvöld eftir að allir voru farnir. Enginn gisti þar í nótt en alls komu sextíu þangað í gær. Þá leituðu 75 í fjöldahjálparstöðina á Eskifirði. Reyna að flytja birgðir milli svæða Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem staðfest voru í gær. Þetta segja sérfræðingar Veðurstofunnar en snjóathugunarmenn skoða nú aðstæður fyrir austan Víðir segir að snjómokstursmenn reyni nú að ryðja sér frá Egilsstöðum og yfir Fagradal til að koma birgðum á milli svæða áður en slæmt veður skellur á. Einnig sé unnið að því að ryðja veginn frá Eskifirði og í Neskaupstað, en slíkt getur tekið fjóra til fimm klukkutíma. „En þetta er snúið því það er enn mikil snjóflóðahætta og það er á nokkrum stöðum á þjóðveginum snjóflóðahætta þannig það er ekki víst að opnað verði fyrir almenna umferð um þetta svæði í dag.“ Varðskipið Þór kom til Eskifjarðar í nótt.Hreggviður Sigurþórsson
Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira