Börn veðji á sína eigin leiki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2023 19:31 Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ segir að þeim hafi fjölgað sem leita til samtakanna vegna íþróttaveðmála. vísir/stilla Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. Úti um allan heim er hægt að veðja á íþróttaleiki í símanum og efir atvikum græða eða tapa fjármunum. Þeim sem veðja á slíka leiki fer fjölgandi, sérstaklega ungum íþróttamönnum sem ánetjast veðmálinu. „Þetta er ekki lengur þannig að þú ert bara að veðja um úrslitin heldur getur þú alltaf bætt við. Hver tekur næsta innkast? Hver skorar næst? Hvernig verða næstu mínútur. Þannig það er kominn svo mikill hraði í leikinn og það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á að þú ánetjist einhverju,“ segir Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ. Hún segir að til samtakanna leiti ungt fólk niður í tvítugt sem er þá komið með mjög alvarlegan vanda og í flestum tilfellum búið að skuldsetja sig vegna hárra lána sem tekin voru til að fjármagna fíknina. Ólíkt spilakössum er enginn opnunartími þegar kemur að íþróttaveðmálum hjá erlendum veðmálasíðum og því hægt að veðja allan sólarhringinn, úti um allan heim. Veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki barna „Við höfum heyrt niður í þriðja flokk í fótbolta en það er eitthvað sem við sjáum bara á erlendu síðunum. Innlendu síðurnar leyfa ekki að veðja á svona unga krakka. Og það sem er líka að gerast er að krakkar í þessum flokkum eru að veðja á sína eigin leiki á erlendum síðum.“ Og dæmi um að þessi veðmál hafi áhrif á leik barna sem veðja á eigin leiki eða leik vina. Bergþóra segir innlendu veðmálasíðurnar skömminni skárri en þær erlendu þar sem minna er um auglýsingar, auðveldara að setja sér mörk og veðmál ekki leyfð að nóttu til. Fá engan fjárstuðning í verkefnið Samtökin bjóða upp á spilameðferð og skimun fyrir spilafíkn en fá engan pening frá hinu opinbera til að sinna þessari þjónustu sem Bergþóra segir að verði að breytast. „Af því að þetta er rosalega alvarlegur vandi. Við erum að sjá mikla aukningu. Kannski tíu prósent þeirra sem eru með vandann leita sér aðstoðar. Og við erum að tala um að tuttugu prósent af þeim sem þjást af alvarlegri spilafíkn hafa gert sjálfsvígstilraun. Og fimmtíu prósent hafa alvarlega íhugað það af því að þeim líður eins og þeir séu búnir að brenna allar brýr.“ Grípa þurfi inn í áður en illa fer. „Við sjáum bara fram á að þetta sé að fara að aukast. Þetta er orðið svo ofboðslega algengt og við erum alltaf svo stolt af íslenska módelinu okkar, að íslenskir unglingar byrji að drekka miklu seinna en mjög stór partur af unglingum í dag er farinn að veðja í staðinn og þetta er rosalega hættulegt, þegar unlingar byrja að veðja svona snemma því fíknin verður mjög erfið og sterk.“ SÁÁ Íþróttir barna Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Úti um allan heim er hægt að veðja á íþróttaleiki í símanum og efir atvikum græða eða tapa fjármunum. Þeim sem veðja á slíka leiki fer fjölgandi, sérstaklega ungum íþróttamönnum sem ánetjast veðmálinu. „Þetta er ekki lengur þannig að þú ert bara að veðja um úrslitin heldur getur þú alltaf bætt við. Hver tekur næsta innkast? Hver skorar næst? Hvernig verða næstu mínútur. Þannig það er kominn svo mikill hraði í leikinn og það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á að þú ánetjist einhverju,“ segir Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ. Hún segir að til samtakanna leiti ungt fólk niður í tvítugt sem er þá komið með mjög alvarlegan vanda og í flestum tilfellum búið að skuldsetja sig vegna hárra lána sem tekin voru til að fjármagna fíknina. Ólíkt spilakössum er enginn opnunartími þegar kemur að íþróttaveðmálum hjá erlendum veðmálasíðum og því hægt að veðja allan sólarhringinn, úti um allan heim. Veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki barna „Við höfum heyrt niður í þriðja flokk í fótbolta en það er eitthvað sem við sjáum bara á erlendu síðunum. Innlendu síðurnar leyfa ekki að veðja á svona unga krakka. Og það sem er líka að gerast er að krakkar í þessum flokkum eru að veðja á sína eigin leiki á erlendum síðum.“ Og dæmi um að þessi veðmál hafi áhrif á leik barna sem veðja á eigin leiki eða leik vina. Bergþóra segir innlendu veðmálasíðurnar skömminni skárri en þær erlendu þar sem minna er um auglýsingar, auðveldara að setja sér mörk og veðmál ekki leyfð að nóttu til. Fá engan fjárstuðning í verkefnið Samtökin bjóða upp á spilameðferð og skimun fyrir spilafíkn en fá engan pening frá hinu opinbera til að sinna þessari þjónustu sem Bergþóra segir að verði að breytast. „Af því að þetta er rosalega alvarlegur vandi. Við erum að sjá mikla aukningu. Kannski tíu prósent þeirra sem eru með vandann leita sér aðstoðar. Og við erum að tala um að tuttugu prósent af þeim sem þjást af alvarlegri spilafíkn hafa gert sjálfsvígstilraun. Og fimmtíu prósent hafa alvarlega íhugað það af því að þeim líður eins og þeir séu búnir að brenna allar brýr.“ Grípa þurfi inn í áður en illa fer. „Við sjáum bara fram á að þetta sé að fara að aukast. Þetta er orðið svo ofboðslega algengt og við erum alltaf svo stolt af íslenska módelinu okkar, að íslenskir unglingar byrji að drekka miklu seinna en mjög stór partur af unglingum í dag er farinn að veðja í staðinn og þetta er rosalega hættulegt, þegar unlingar byrja að veðja svona snemma því fíknin verður mjög erfið og sterk.“
SÁÁ Íþróttir barna Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira