Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hlupu móðir úr strætó á milli verslana í leit að Prime

Öngþveiti skapaðist í verslunum í dag þegar börn freistuðu þess að kaupa sér nýja íþróttadrykkinn Prime. Sumir ferðuðust á milli verslana með strætó í leit að drykknum sem tröllríður nú samfélagsmiðlum. Verslunarstjóri hjá Krónunni segist aldrei hafa séð annað eins ástand.

Kannast ekki við meint hundrað milljóna lof­orð að­stoðar­manns

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki rétt að aðstoðarmaður hans hafi lofað ÍBV hundrað milljóna króna styrk vegna tekjubrests í kórónuveirufaraldrinum. Það sé hvorki hlutverk hans, ráðherrans, né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum fjárhæðum. Fjárlaganefnd fari með úthlutunarvald í málaflokknum.

Dýr­legar dá­semdir, drungi og dauði

Svanur með beyglaðan háls, glæpakisa, ólöglegir snákar og talandi páfagaukur. Hundur sem borðar banana. Já og grindhoruð hross í Borgarfirði.

Dómstóllinn meti að ekki stafi svo mikil hætta af mönnunum

Annar mannanna sem ákærður er fyrir tilraun til hryðjuverka er sagður hafa reynt að nálgast lögreglufatnað og lögregluskilríki, til að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Lögregla segir mennina tvo hafa rætt verknaðaraðferðir þekktra hryðjuverkamanna.

Almenningur býður parinu samastað

Par sem fór illa út úr leka þegar lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þeim afleiðingum að gríðarlegt vatn lak inn til þeirra og skemmdi nær allt innbú, segir að almennir borgarar hafi haft samband og boðið þeim samastað. Tryggingafélag þeirra hafnar bótaskyldu og bíða þau enn eftir svörum frá bænum.

Skoða að loka fimm sund­laugum á höfuð­­­borgar­­­svæðinu

Fimbulkulda er spáð á öllu landinu út vikuna og getur hann haft áhrif á sundlaugar landsins. Forsvarsmenn Veitna íhuga nú hvort loka þurfi Vesturbæjarlaug, Sundhöll Reykjavíkur, Dalslaug, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug vegna áskorana í flutningskerfum.

Mættu í skólann og völdu á­­­fanga sem ­­búa þær undir lækna­­nám

Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 

Einhliða yfirlýsingar ekki heiðarlegt svar við erfiðum málum

Samfélagið ætti ekki að sætta sig við einhliða yfirlýsingar kjörinna fulltrúa eða forsvarsmanna fyrirtækja í málum er varða almenning. Þetta segir formaður blaðamannafélagsins sem telur yfirlýsingar þeirra á samfélagsmiðlum ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál.

Sjá meira