Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Ráð­herra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkis­stjórnin framdi“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 

Sögu­legum á­fanga náð í kjarna­sam­runa: „Eitt mikil­vægasta af­rek 21. aldarinnar“

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa náð að framleiða umfram orku með kjarnasamruna á tilraunarstofu en um er að ræða stórt skref í áttina að því að geta framleitt nær óþrjótandi hreina orku. Þetta er í fyrsta sinn frá því að rannsóknir um kjarnasamruna hófust á sjötta áratug síðustu aldar sem kjarnasamruni hefur skilað meiri orku en það tók til að framleiða hana. 

Fannar og Vala orðin hjón: Fékk sér húð­flúr í staðinn fyrir hefð­bundinn giftingar­hring

Sjónvarpsmaðurinn Fannar Sveinsson og hjúkrunarfræðingurinn Valgerður Kristjánsdóttir, eða Vala eins og hún er kölluð, giftu sig síðastliðinn föstudag hjá sýslumanni. Eva Ruza og Hjálmar Örn gáfu þau aftur saman um kvöldið heima hjá Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni auk þess sem Björn Jörundur og Daníel Ágúst tóku lagið. Fannar ákvað að láta húðflúra á sig giftingarhringinn. 

Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak

Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 

Biðu eftir björgunarsveitum á þaki bíls í Krossá í tvo tíma

Björgunarsveitir á Hvolsvelli og Hellu voru kallaðar út í dag eftir að tveir erlendir ferðamenn með leiðsögumanni í för festu bíl sinn í Krossá. Fólkið þurfti að bíða á þaki bílsins í tvo klukkutíma þar til hjálp bar að garði. 

„Ég var fokking graður og ég gat ekki stjórnað mér“

Faðir stúlku sem kærði ungan mann fyrir nauðgun segir dóttur sína upplifa að réttarkerfið hafi brugðist henni algjörlega. Maðurinn hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en vegna ungs aldurs mannsins og tafa á málsmeðferð var dómurinn skilorðsbundinn. Réttargæslumenn ýttu ítrekað á eftir lögreglu að senda málið til saksóknara.

Sjá meira