Kennir gagnkynhneigðum um slæmt gengi kvikmyndarinnar Miðasala fyrir nýju kvikmyndina Bros gekk heldur dapurlega um helgina en Billy Eichner, leikstjóri, höfundur og einn aðalleikari myndarinnar, segir það ekki við myndina sjálfa að sakast, heldur gagnkynhneigt fólk sem mætti ekki. 3.10.2022 15:53
Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3.10.2022 15:07
Leiðtogi Téténa sendir fjórtán til sextán ára syni sína til Úkraínu Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, hyggst senda þrjá syni sína til Úkraínu til að berjast með rússneskum hersveitum en synir hans eru fjórtán, fimmtán og sextán ára. Hann hefur lýst yfir óánægju með frammistöðu rússneskra hersveita upp á síðkastið og kallað eftir róttækari aðgerðum. 3.10.2022 14:04
Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3.10.2022 12:55
Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3.10.2022 11:01
Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi. 3.10.2022 10:26
Mjög mikið álag og fólk beðið um að leita annað ef hægt er Mjög mikið álag er á Landspítalanum um þessar mundir, sérstaklega á bráðamóttökunni Fossvogi. Þeir sem geta eru beðnir um að leita annað. 30.9.2022 12:36
Tvöfalt fleiri töldu sig hafa verið bitin af lúsmýi í ár en árið 2019 Næstum þrír af hverjum tíu landsmönnum töldu sig hafa verið bitna af lýsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Íbúar á landsbyggðinni voru talsvert líklegari til að svara játandi. Aukningin er langmest á Norðurlandi. 30.9.2022 11:16
Brynhildur nýr framkvæmdastjóri NAFO Brynhildur Benediktsdóttir, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunarinnar, NAFO. Þrettán lönd eiga aðild að NAFO, þar á meðal Ísland. 30.9.2022 10:20
Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30.9.2022 09:57