Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Verðmat Sjó­vá helst nánast ó­breytt og mælt með að fjár­festar haldi bréfunum

Verðmatsgengi á Sjóvá hefur verið lækkað lítillega eftir uppgjör annars fjórðungs, samkvæmt nýrri greiningu, en hins vegar er sem fyrr mælt með því að fjárfestar haldi bréfunum sínum í tryggingafélaginu í vel dreifðu eignasafni. Óvenju lágt tjónahlutfall skilaði sér í góðri afkomu af tryggingastarfseminni á meðan fjárfestingarhlutinn var undir væntingum.

Nýtt banka­reglu­verk mun losa um níu milljarða í um­fram­fé hjá Arion

Kjarnatekjur Arion banka, einkum hreinar vaxtatekjur samhliða hækkandi vaxtamun, jukust verulega milli ára á öðrum fjórðungi en niðurstaða uppgjörsins var á flesta mælikvarða langt yfir væntingum greinenda. Stjórnendur áætla núna að fyrirhuguð innleiðing á nýju bankaregluverki á næstu mánuðum muni bæta níu milljörðum króna við umfram eigið fé bankans.

Kemur ekki á ó­vart að fjár­festar horfi til stöðugra arð­greiðslufélaga vegna ó­vissu

Frá áramótum hefur Úrvalsvísitalan ekki verið „að gera neitt fyrir neinn“ og er meginþorri félaga á markaði núna að jafnaði undirverðlagt um meira en tuttugu prósent miðað við verðmatsgengi. Hlutabréfagreinandi segir að það eigi ekki að koma á óvart að fjárfestar hafi að undanförnu helst horft til stöðugra arðgreiðslufélaga vegna óvissu og óróleika á markaði en þau hafa gefið hvað bestu ávöxtun síðustu tólf mánuði.

Lækka verðmatið á Icelandair en fé­lagið muni njóta góðs af minni sam­keppni

Með þeim áherslubreytingum sem hafa verið boðaðar i rekstri Play, meðal annars að hætta flugi yfir Atlantshafið, þá mun það hjálpa Icelandair að stýra betur leiðarakerfinu og félagið ætti að njóta góðs af minni samkeppni á þeim markaði, að mati greinanda. Uppgjör annars fjórðungs, sem litaðist af ytri áföllum og sterku gengi krónunnar, olli vonbrigðum og hefur verðmat á Icelandair lækkað.

Mæla með kaupum og segja bréf Al­vot­ech „á af­slætti í saman­burði við keppi­nauta“

Í tveimur nýjum erlendum greiningum er mælt sem fyrr með kaupum í Alvotech en væntingar eru um góða rekstrarniðurstöðu á seinni árshelmingi vegna áfangagreiðslna og sölutekna af nýjum hliðstæðum félagsins á markað. Sænski bankinn SEB gerir ráð fyrir að tekjur og rekstrarhagnaður á árinu verði við efri mörk útgefinnar afkomuspár og segir hlutabréf Alvotech núna á afslætti í samanburði við sambærileg líftæknilyfjafélög.

Ný út­lán til fyrir­tækja skruppu saman um nærri þriðjung á fyrri árs­helmingi

Talsvert hefur hægt á lántöku fyrirtækja að undanförnu samtímis viðvarandi háu raunvaxtastigi en hrein ný útlán fjármálastofnana til atvinnulífsins drógust saman um nærri sextíu milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. Ólíkt þróuninni í fyrra sækjast fyrirtækin núna í óverðtryggða fjármögnun á meðan þau eru að greiða upp verðtryggð lán.

Sjá meira