Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Út­lit fyrir að EBIT-hlut­fall Marels verði undir tíu prósent á krefjandi fjórðungi

Gangi spár greinenda eftir verður samdráttur á flestum sviðum Marels á milli ára þegar félagið birtir uppgjör sitt fyrir þriðja fjórðung eftir lokun markaða í dag og að  framlegðarhlutfallið muni vera um rétt tæplega tíu prósent. Hlutabréfaverð Marels hefur fallið um liðlega fjórðung á innan við tveimur mánuðum og ekki verið lægra frá því snemma árs 2018.

Greinandi Citi hækkar verð­mat sitt á Al­vot­ech um hundrað prósent

Greinandi bandaríska fjárfestingabankans Citi, sem hefur mælt með sölu á bréfum í Alvotech frá því um haustið 2022, hefur nú uppfært verðmat sitt á íslenska líftæknilyfjafélaginu um hundrað prósent og ráðleggur fjárfestum að halda í bréfin. Hann er vongóður um að Alvotech verði fyrsta fyrirtækið til að komast inn á Bandaríkjamarkað með hliðstæðu við Humira, mesta selda lyf í heimi, í háum styrk og með útskiptileika.

Mikil hækkun launa­kostnaðar ein helsta á­hættan fyrir ytri stöðu þjóðar­búsins

Mikil hækkun launakostnaðar á framleidda einingu hér á landi á síðustu árum er „langt yfir“ þeim viðmiðunarmörkum sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) hefur sett til að meta mögulegt ójafnvægi á ytri stöðu hagkerfa. Verði framhald á launahækkunum umfram framleiðnivöxt mun það að líkindum leiða til verðbólgu, meiri viðskiptahalla og um leið gengislækkunar krónunnar, að mati Seðlabankans.

Laun ó­fag­lærðra hækkað mun hraðar en annarra stétta með fjölgun ferða­manna

Launakjör ófaglærðra á Íslandi, sem eru nú þau bestu sem þekkjast í Evrópu, hafa batnað mun hraðar en annarra stétta frá aldamótum en kaupmáttur lágmarkslauna hefur þannig nærri tvöfaldast á meðan þeir sem eru með meistarapróf úr háskóla hafa upplifað nánast enga kaupmáttaraukningu, að sögn forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Meginskýringin að baki þessari þróun sé „eðlileg afleiðing“ af efnahagsástandinu þar sem aukinn straumur ferðamanna til landsins hafi búið til mikla sókn í ófaglært vinnuafl.

Skulda­bréfa­markaðurinn verið að dýpka og veltu­hlut­fallið ekki hærra um ára­bil

Framkvæmdastjóri eins af stærstu lífeyrissjóðum landsins furðar sig á umræðu um grunnan skuldabréfamarkað hérlendis, sem veltutölur sýni að hafi í reynd verið að dýpka fremur en hitt að undanförnu, en stjórnendur Seðlabankans hafa sagt ekki hægt að draga of miklar ályktanir til skemmri tíma um verðbólguálagið byggt á viðskipum á þeim markaði. „Hvenær var það þá síðast hægt?“, spyr hann og segir mikilvægt að bæta upplýsingamiðlun þegar rætt sé um skilvirkni markaða.

Verð­mat Brims lækkar um fimmtung og horfurnar sagðar „ekki sér­lega bjartar“

Fátt fellur með sjávarútvegsfélögunum um þessar mundir, meðal annars hækkandi olíuverð, sterkt gengi krónunnar og enginn loðnukvóti, sem þýðir að verðmat Brims hefur verið lækkað um tæplega fimmtung. Hlutabréfagreinandi Jakobsson Capital gagnrýnir Samkeppniseftirlitið fyrir að hafa ætlað að taka að sér verktöku fyrir matvælaráðuneytið, sem eðlilegra væri að ráðgjafafyrirtæki myndi gera, og þannig fara í „samkeppni við lítilmagnann.“

Út­lit fyrir stór­bætta af­komu Arion þótt virði lána­safnsins verði fært niður

Væntingar eru um að hagnaður Arion banka eigi eftir að aukast um nærri helming milli ára, einkum vegna meiri vaxtatekna og viðsnúnings í fjármunatekjum, enda þótt virðisbreyting útlána verði neikvæð um rúmlega hálfan milljarð samhliða versnandi efnahagshorfum. Þrátt fyrir að afkoma Íslandsbanka, hinn stóri bankinn sem er skráður á markað, muni versna nokkuð vegna meðal annars aukins rekstrarkostnaðar þá verður arðsemin í samræmi við markmið, gangi spár hlutabréfagreinenda eftir.

„Mjög ó­þægi­legt“ að hærri vextir séu að hafa á­hrif til hækkunar á verð­bólgu

Þótt sú aðferð að innihalda áhrif vaxtabreytinga á reiknaða húsaleigu við mælingu verðbólgu kunni að vera „fræðilega rétt“ þá hefur hún óheppileg áhrif núna þegar vextir Seðlabankans fara hækkandi, að sögn seðlabankastjóra. Árstaktur verðbólgunnar væri umtalsvert lægri um þessar mundir ef vaxtaþátturinn væri undanskilin í húsnæðisliðnum í vísitölu neysluverðs.

Á­form um tugi milljarða í arð ætti að vera stjórn OR „al­var­legt um­hugsunar­efni“

Áform Orkuveitu Reykjavíkur um að greiða út tugi milljarða í arð til eigenda sinna á næstu árum ætti að vera stjórn fyrirtækisins „alvarlegt umhugsunarefni“ með hliðsjón af versnandi afkomu og að blikur séu á lofti í efnahagsmálum, að sögn stjórnarmanns í OR. Tillaga hans um að fallið yrði frá arðgreiðslum að fjárhæð samanlagt 19 milljarðar á árunum 2024 til 2026 var felld af meirihluta stjórnar Orkuveitunnar.

Gengi Amaroq rýkur upp eftir „ó­trú­legar“ niður­stöður úr borunum eftir gulli

Hlutabréfaverð auðlindafyrirtækisins Amaroq Minerals hefur hækkað skarpt eftir að tilraunaboranir leiddu í ljós hæsta gullmagn í sögu félagsins, meðal annars uppgötvun á nýrri gullæð, en niðurstöðurnar voru umfram væntingar að sögn forstjórans og eykur vissu um að áætlanir þess muni standast. Nokkrum dögum áður en þær niðurstöður lágu fyrir hafði breskur fjárfestingabanki hækkað verðmat sitt á Amaroq upp í tæplega 50 milljarða króna, liðlega 85 prósent yfir núverandi markaðsgengi.

Sjá meira