Menntamál í ólestri, orkumálin og fylgissveiflur á þingi Umbóta er þörf til að halda uppi lífsgæðum á Íslandi að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Staðan í menntamálum er sérstakt áhyggjuefni. Við ræðum við framkvæmdastjóra stofnunarinnar í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og förum yfir nýja skýrslu um stöðuna hér á landi. 26.6.2025 18:12
„Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Íbúar í Borgarnesi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sérsveit réðst í húsleit þar á bæ í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Enginn sem fréttastofa ræddi við vissi hverjir bjuggu í húsinu. 25.6.2025 17:26
Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eignaupptöku Guðmundur Fertram Sigurjónsson segir að líkja megi fyrirhuguðum breytingum ríkisstjórnarinnar á veiðigjaldi við sóvéska eignaupptöku. Hann segir að gríðarlegur efnahagslegur vöxtur hafi verið á Vestfjörðum undanfarin ár, en áform ríkisstjórnarinnar muni koma til með að minnka skattaframlag landshlutarins og veikja byggðirnar. 25.6.2025 16:37
Gæsluvarðhald aftur framlengt um fjórar vikur Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í maí hefur verið framlengt um fjórar vikur og gildir þar með til 22. júlí. 25.6.2025 13:30
Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Rúrik Gíslason mætti með kærustu sinni Sóleyju Birnu Horcajada Guðmundsdóttur í brúðkaup hjá félaga sínum Sverri Inga Ingasyni og Hrefnu Dís Halldórsdóttur á dögunum. Þetta er fyrsta myndin sem næst af þeim opinberlega saman. 25.6.2025 11:00
Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn Til stendur að Bretland eignist aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn. Bretar hafa ekki haft yfir slíkri þotu að ráða síðan 1998, þegar dregið var úr hernaðarumsvifum þeirra eftir að Kalda stríðinu lauk. 24.6.2025 23:53
Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun en þar eru samankomnir stjórnmálaleiðtogar bandalagsríkja að ræða stöðuna í heimsmálum með tilliti til hernaðar- og varnarmála. Áfram geisar stríð í Úkraínu og mikið hefur verið um að vera 24.6.2025 22:37
Margir í vandræðum vegna of skyggðra rúðna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af minnst þremur ökumönnum sem keyrðu bíla með of skyggðar rúður. Voru þeir sektaðir og bílarnir boðaðir í skoðun. Einn hafði áður ekki sinnt því að fara í skoðun vegna sama atriðis og voru því skráningarmerki bílsins fjarlægð. 24.6.2025 20:16
Segja manninn hafa glímt við alvarleg veikindi Maðurinn sem fannst látinn ásamt dóttur sinni á hótelherbergi á Edition hótelinu í Reykjavík var illa á sig kominn vegna alvarlegrar nýrnabilunar og hefði átt að vera reglulega í skilunarvél. 24.6.2025 18:57
Efla samstarf Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining hafa undirritað fimm ára samstarfssamning sem miðar að því að styrkja enn frekar tengsl og samstarf á sviði erfðafræðirannsókna og þjálfun ungs vísindafólks. 24.6.2025 18:22