Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík segir að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túni við Sóleyjarima í Grafarvogi tengist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hafi ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu eða deilur við Grafarvogsbúa um þéttingaráform að gera. 2.7.2025 16:48
„Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, auglýsir eftir ábendingum frá atvinnurekendum um breytt viðhorf ungmenna á vinnumarkaði. Hún kveðst hafa fengið ábendingar að undanförnu sem snúi meðal annars að breyttu viðhorfi gagnvart veikindarétti, og auknum afskiptum foreldra. 2.7.2025 14:05
„Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Búið er að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið er hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda hefur ekki áhyggjur af því að veiðarnar verði stöðvaðar í næstu viku þótt ekki náist að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn klárast. 2.7.2025 11:18
Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Framkvæmdastjóri SA segir það sorglegt ef það á að horfa á vinnumarkaðinn og beita þar vinstri pólitík sem snýst um að stilla upp fyrirtækjum gegn starfsfólki. Formaður VR segir að verðbólgan sé heimatilbúin og eigi rætur að rekja til gróðasóknar fyrirtækja, sem vilji ekki taka þátt í því sameiginlega verkefni að ná niður verðbólgu. 29.6.2025 17:21
Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri Grænna, segir orðræðu kalda stríðsins einkenna umræðuna um öryggis- og varnarmál, og lýsir efasemdum um áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti þjóðarframleiðslu í öryggis- og varnartengd verkefni. Dagur B. Eggertsson segir að framlög Íslands muni fara meðal annars í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. 29.6.2025 15:02
Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Skýrslutökum írskra lögreglumanna sem eru hér á landi vegna rannsóknar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar er lokið. Teknar voru skýrslur af 46 manns, en þeirra á meðal er fjölskylda Jóns, dæmdir glæpamenn, og kunningjar úr pókersamfélaginu. 29.6.2025 13:25
Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Lögregluyfirvöld í Somerset í Bretlandi eru með ummæli sem hljómsveitirnar Bob Vylan og Kneecap létu falla á sviði á tónlistarhátíðinni Glastonbury til skoðunar. Á tónleikunum, sem voru í beinni útsendingu á BBC, kölluðu Bob Vylan eftir dauða ísraelskra hermanna. 29.6.2025 11:15
Ný kirkjuhandbók og kaldar kveðjur til ferðaþjónustunnar Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 29.6.2025 09:54
Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Kostnaður orku- og loftslagsráðuneytisins og undirstofnana þess frá árinu 2017 við þjónustu, ráðgjöf, stefnumótun og fræðslu sem útvistað hefur verið og tengist jafnréttismálum og kynjafræði, nam 16.235.491 krónum. Kostnaðurinn er að stærstum hluta til kominn vegna jafnlaunavottunar. 28.6.2025 17:28
Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á spítala í Reykjavík eftir slys við svifvængjaflug við Reynisfjall á Suðurlandi um klukkan 14:30. Maðurinn hlaut einhverja áverka en er með meðvitund og ekki í lífshættu. 28.6.2025 16:44