Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna skaut vopnaðan mann fyrir utan Hvíta húsið í morgun. Lögregluyfirvöld höfðu varað við því að hætta stafaði af manninum, sem var ferðalangur frá Indiana-ríki. 9.3.2025 13:29
Bíll valt og endaði á hvolfi Lögregla var kölluð til vegna umferðarslyss í seint í gærkvöldi en bíll hafði oltið og endað á þakinu. 9.3.2025 11:44
Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9.3.2025 11:30
Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Bænastund verður haldin klukkan 11 í dag í Hrunakirkju vegna banaslyss sem varð nærri Flúðum í gær. 9.3.2025 08:52
Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Öryggissveitir nýrra stjórnvalda í Sýrlandi eru sagðar hafa drepið minnst 745 óbreytta borgara í um það bil þrjátíu fjöldaaftökum í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað milli uppreisnarmanna úr röðum Alavíta og stjórnvalda í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi undanfarna daga. 9.3.2025 08:41
Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 mældist á fimm kílómetra dýpi 3,1 kílómeter norðaustur af Krýsuvík klukkan 05:23 í morgun. 9.3.2025 08:02
Hrækti framan í lögregluþjón Lögregla var kölluð til vegna óláta og ofbeldistilburða í miðbæ Reykjavíkur í nótt, en við komu á vettvang tók einn maðurinn sig til og hrækti framan í lögreglumann. Maðurinn var færður í lögreglutök og handtekinn vegna óspekta og ofbeldis, og var vistaður í fangaklefa. 9.3.2025 07:51
Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Vilhjálmur Birgisson gerir laun borgarstjóra að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann segir „helvíti vel í lagt“ að vera með heildarlaun sem nemi tæpum fjórum milljónum á mánuði. Laun hennar fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa hátt í þrefaldast frá 2023. 8.3.2025 15:01
Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Tveggja bíla árekstur varð í Kömbunum rétt fyrir hádegi. Vegrið varð fyrir skemmdum og bílarnir urðu báðir óökufærir, en engin slys urðu á fólki. 8.3.2025 13:29
Breyta reglum um hljóðfærafarangur Flugfélagið Play hefur breytt reglum varðandi hljóðfæraflutninga með flugferðum á vegum félagsins. Fiðlur, básúnur og önnur sambærileg hljóðfæri eru nú velkomin í handfarangurshólfið. 8.3.2025 11:05